Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 16:37 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alla stjórnmálamenn og -flokka ávallt eiga að vera tilbúna í kosningar. Hún vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn í kosningar. „Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03