Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun