Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 21:16 Tinna Guðrún var góð í liði Hauka í kvöld. Vísir/Anton Brink Haukar og Aþena áttust við í Bónus-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Reynslumikið lið Hauka hafði þar betur gegn nýliðum Aþenu og vann fimmtán stiga sigur. Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð deildarinnar, Aþena gegn Tindastóli og Haukar gegn Hamar/Þór. Haukar hafa á að skipa sterku liði en Aþena eru nýliðar í deildinni og á sínu fyrsta tímabili frá upphafi í efstu deild. Í upphafi leiks í kvöld virtust Haukar ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Þær leiddu 25-11 að honum loknum og náðu mest sautjá stiga forskoti. Aþena saxaði aðeins á forskotið í öðrum leikhluta en Haukar voru ennþá með frumkvæðið þegar honum lauk og áfram inn í þann þriðja. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-51 heimakonum í Haukum í vil en í þeim fjórða kom áhlaup Aþenu. Þær skoruðu fyrstu þrettán stig leikhlutans og komust í forystu. Í stöðunni 69-66 Aþenu í vil var hins vegar komið að áhlaupi frá Haukum sem skoruðu næstu tólf stig og voru níu stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Aþenu að brúa. Sigur Hauka var að endingu nokkuð þægilegur, lokatölur 91-76. Undir lok leiksins átti sér stað óhugnalegt atvik þegar Ajulu Thatha leikmaður Aþenu fékk högg á höfuðið og varð að fara af velli. Hún var studd af velli en skömmu síðar var kallað eftir lækni og huga þurfti að Thatha í lengri tíma fyrir aftan varamannabekk Aþenu. Hún var að lokum flutt burt af sjúkraflutningamönnum og við lófaklapp áhorfenda í Ólafssal. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Lore Davos skoraði 21 stig og Diamond Battles 15. Í liði Aþenu skoraði áðurnefnt Thatha 21 stig og Dzana Crnac 17 en Aþena var aðeins með sjö leikmenn á leikskýrslu í leiknum. Bónus-deild kvenna Haukar Aþena Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð deildarinnar, Aþena gegn Tindastóli og Haukar gegn Hamar/Þór. Haukar hafa á að skipa sterku liði en Aþena eru nýliðar í deildinni og á sínu fyrsta tímabili frá upphafi í efstu deild. Í upphafi leiks í kvöld virtust Haukar ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Þær leiddu 25-11 að honum loknum og náðu mest sautjá stiga forskoti. Aþena saxaði aðeins á forskotið í öðrum leikhluta en Haukar voru ennþá með frumkvæðið þegar honum lauk og áfram inn í þann þriðja. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-51 heimakonum í Haukum í vil en í þeim fjórða kom áhlaup Aþenu. Þær skoruðu fyrstu þrettán stig leikhlutans og komust í forystu. Í stöðunni 69-66 Aþenu í vil var hins vegar komið að áhlaupi frá Haukum sem skoruðu næstu tólf stig og voru níu stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Aþenu að brúa. Sigur Hauka var að endingu nokkuð þægilegur, lokatölur 91-76. Undir lok leiksins átti sér stað óhugnalegt atvik þegar Ajulu Thatha leikmaður Aþenu fékk högg á höfuðið og varð að fara af velli. Hún var studd af velli en skömmu síðar var kallað eftir lækni og huga þurfti að Thatha í lengri tíma fyrir aftan varamannabekk Aþenu. Hún var að lokum flutt burt af sjúkraflutningamönnum og við lófaklapp áhorfenda í Ólafssal. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Lore Davos skoraði 21 stig og Diamond Battles 15. Í liði Aþenu skoraði áðurnefnt Thatha 21 stig og Dzana Crnac 17 en Aþena var aðeins með sjö leikmenn á leikskýrslu í leiknum.
Bónus-deild kvenna Haukar Aþena Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira