Erlent

Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að gífurleg úrkoma fylgi Milton.
Talið er að gífurleg úrkoma fylgi Milton. AP/Marta Lavandier

Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“.

Yfirvöld í Flórída hafa gert íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða.

Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti

Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar.

Talið er að Milton nái landi í nótt.

Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×