Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 09:03 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í íbúð í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að stinga mann ítrekað á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði árið 2021 viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði stungið hann tvívegis. Þrátt fyrir það sagði hún að maðurinn hefði beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. „Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent