Gerum Áslaugu Örnu að formanni Sjálfstæðisflokksins! Einar Baldvin Árnason skrifar 9. október 2024 15:02 Eitt eftirminnilegasta atriði síðari tíma kvikmyndasögu er atriðið í mynd Mary Harron, American Psycho, þar sem söguhetjan, Patrick Bateman, situr sveittur á barmi taugaáfalls yfir nafnspjöldum samverkamanna sinna. Nafnspjöldin eru öll eins, með smávægilegum blæbrigðum, og mennirnir sjálfir lika - stífgelaðir og eins klæddir. Atriðið er sviðsett eins og um líf og dauða sé að ræða, með dramatískum nærmyndum, slow-motion og stílfærðu hljóði - allt til þess að sýna okkur angist aðalhetjunnar yfir því að eitt af nafnspjöldunum sé mögulega betra en hans eigið. Í stuttu máli fjallar myndin um þá kaldhæðnislegu staðreynd að einstaklingssinnuð markaðshyggja geri alla alveg eins. Samnefnd bók Bret Easton Ellis, sem myndin er byggð á, gengur töluvert lengra: heilu kaflarnir eru bara upptalning á fötum og hlutum, og mönnum er sjaldnast lýst öðruvísi en með því hverju þeir klæðast. Þeir renna svo fullkomlega saman að Bateman getur ekki einu sinni játað röð hryllilegra morða sem hann framdi, einfaldlega vegna þess það veit enginn hver hann er. Það man enginn eftir honum, eða keimlíkum samverkamanni hans sem hann hakkaði í spað. Það eru engir einstaklingar og það er ekki einu sinni mögulegt að einkenna sig með því að gerast raðmorðingi. Það er öllum alveg sama. Annað sem einkennir bæði bókina og myndina er að það er aldrei augljóst hvað neinn vinnur við, eða hvaða hæfileika þeir hafa. Öll nafnspjöldin bera titilinn aðstoðarforstjóri og Bateman er aðeins 27 ára, hæfileikalaus með öllu, en í þægilegri yfirmannsstöðu því pabbi hans er svo vel tengdur. Þó svo að American Psycho hafi komið út árið 1991 og myndin árið 2000, og fjalli um Wall Street og Bandaríkin, þá er auðvelt að heimfæra hana annað, enda er allt gott háð sígrænt. Það má jafnvel segja að hlutir hafi þróast á þann hátt að American Psycho eigi bara betur við nú en áður. Hún smellur að minnsta kosti eins og flís við rass við Sjálfstæðisflokkinn í dag. Flokkurinn hefur þróast frá því að vera fjöldahreyfing þar sem margar fjölbreyttar skoðanir og manntegundir gátu blómstrað, í lögfræðingaflokk þar sem allir eru nánast alveg eins, hvort sem það er útlitslega eða málefnalega. Flokkurinn sem leggur mesta áherslu á frelsi einstaklingsins á Íslandi í orði, virðist vilja nýta þetta sama frelsi sem minnst í daglegu lífi. Líkt og á Wall Street í American Psycho er óljóst hvort fólk kemst áfram af eigin verðleikum og hver ekki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein þeirra sem var valin til að gegna miklum ábyrgðarstörfum, fyrst fyrir flokkinn, og síðan land og þjóð, þrátt fyrir að hafa enga sérstaka reynslu eða hæfileika til þess. Það vita allir að það er bara vegna þess að pabbi hennar hringdi í rétta fólkið, þó Áslaug og flestir fjölmiðlar reyni auðvitað að telja okkur trú um að hún sé bara svona ótrúlega frambærileg og dugleg: hún sé miklu meiri og merkilegri en öll hin Sjálfstæðis-klónin, svo miklu betri í að larpa sem Thatcher-lite og tala um einstaklingsfrelsi en allir hinir. Nú er þó svo komið að flokkurinn er í miklum vandræðum, og svo sem ekki vegna spillingar og frændhygli, heldur einfaldlega vegna þess að flokkurinn fer fyrir ríkisstjórn sem er algjörlega ófær um að sinna grunnþörfum samfélagsins. En ólíkt Patrick Bateman sem fékk útrás fyrir bældar hvatir með því að saga vændiskonur í sundur, og öskraði síðan játningar sínar í tíkallasíma, kýs Áslaug að reyna að halda grímunni. Hún skrifar því tárvota grein í Morgunblaðið undir nafninu “Við þurfum breytingar - ekki nýja kennitölu” Við skulum láta það liggja á milli hluta að fyrir Áslaugu Örnu sé það að kjósa- eða stofna annan flokk eins og viðskiptasvindl (henni eru þau hugleikin af einhverjum dularfullum ástæðum) því greinin er nefnilega alveg ótrúleg á annan hátt - hún er nánast eins og skólabókardæmi um narsissíska hegðun. Áslaug hefur greinina á því að reyna að vekja samúð lesanda - fyrst með því að minnast á óskilgreint áfall, en síðan með því að nefna að það hafi verið hrækt á hana, horft á hana hatursfullum augum og slúðrað um hana. Nú hefur Áslaug Arna vonandi mýkt lesandann nægilega til þess að hann sé móttækilegri fyrir mikilvægum skilaboðum. Og hver eru þau? Í stuttu máli eru þau sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi villst af leið en ætli núna að bæta sig verulega og hætta að svíkja kjósendur sína. “Ég lofa að hætta að drekka og lemja þig ef þú gefur mér eitt tækifæri enn!” En eins og allir aðrir narsissistar á Áslaug erfitt með að halda grímunni til lengdar - hún kemst raunar ekki einu sinni í gegnum eina stutta áróðursgrein án þess að fella hana alveg og afhjúpa sitt rétta andlit. Áslaug lýkur greininni nefnilega á orðunum: “Ég brenn fyrir sameiginlegu verkefni okkar; að gera Sjálfstæðisflokkinn að þeim burðarási í íslenskum stjórnmálum sem hann á og verður að vera.” Verður og á að vera. Á að vera. Einmitt. Svona talar bara manneskja semur hefur aldrei þurft að vinna heiðarlega fyrir neinu, og þó að Áslaug Arna sé auðvitað ekkert sérstaklega ung lengur þá hugsar hún og hegðar sé ennþá eins og barn í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn á að stjórna þó hann sé vanhæfur til þess, alveg eins og Áslaug Arna á að vera ráðherra þó hún hafi enga burði til þess. Þetta er svo fullkominn samruni flokks og manneskju að það er í raun bara ein rökrétt leið framávið. Spörum pabba hennar Áslaugar þá þjáningu að þurfa liggja í símanum, og flokknum þá kvöl og pínu að þurfa að þykjast hafa eitthvað innihald. Gerum hið ósagða að hinu augljósa og leyfum Áslaugu Örnu einfaldlega að vera formaður Sjálfstæðisflokksins! Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eitt eftirminnilegasta atriði síðari tíma kvikmyndasögu er atriðið í mynd Mary Harron, American Psycho, þar sem söguhetjan, Patrick Bateman, situr sveittur á barmi taugaáfalls yfir nafnspjöldum samverkamanna sinna. Nafnspjöldin eru öll eins, með smávægilegum blæbrigðum, og mennirnir sjálfir lika - stífgelaðir og eins klæddir. Atriðið er sviðsett eins og um líf og dauða sé að ræða, með dramatískum nærmyndum, slow-motion og stílfærðu hljóði - allt til þess að sýna okkur angist aðalhetjunnar yfir því að eitt af nafnspjöldunum sé mögulega betra en hans eigið. Í stuttu máli fjallar myndin um þá kaldhæðnislegu staðreynd að einstaklingssinnuð markaðshyggja geri alla alveg eins. Samnefnd bók Bret Easton Ellis, sem myndin er byggð á, gengur töluvert lengra: heilu kaflarnir eru bara upptalning á fötum og hlutum, og mönnum er sjaldnast lýst öðruvísi en með því hverju þeir klæðast. Þeir renna svo fullkomlega saman að Bateman getur ekki einu sinni játað röð hryllilegra morða sem hann framdi, einfaldlega vegna þess það veit enginn hver hann er. Það man enginn eftir honum, eða keimlíkum samverkamanni hans sem hann hakkaði í spað. Það eru engir einstaklingar og það er ekki einu sinni mögulegt að einkenna sig með því að gerast raðmorðingi. Það er öllum alveg sama. Annað sem einkennir bæði bókina og myndina er að það er aldrei augljóst hvað neinn vinnur við, eða hvaða hæfileika þeir hafa. Öll nafnspjöldin bera titilinn aðstoðarforstjóri og Bateman er aðeins 27 ára, hæfileikalaus með öllu, en í þægilegri yfirmannsstöðu því pabbi hans er svo vel tengdur. Þó svo að American Psycho hafi komið út árið 1991 og myndin árið 2000, og fjalli um Wall Street og Bandaríkin, þá er auðvelt að heimfæra hana annað, enda er allt gott háð sígrænt. Það má jafnvel segja að hlutir hafi þróast á þann hátt að American Psycho eigi bara betur við nú en áður. Hún smellur að minnsta kosti eins og flís við rass við Sjálfstæðisflokkinn í dag. Flokkurinn hefur þróast frá því að vera fjöldahreyfing þar sem margar fjölbreyttar skoðanir og manntegundir gátu blómstrað, í lögfræðingaflokk þar sem allir eru nánast alveg eins, hvort sem það er útlitslega eða málefnalega. Flokkurinn sem leggur mesta áherslu á frelsi einstaklingsins á Íslandi í orði, virðist vilja nýta þetta sama frelsi sem minnst í daglegu lífi. Líkt og á Wall Street í American Psycho er óljóst hvort fólk kemst áfram af eigin verðleikum og hver ekki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein þeirra sem var valin til að gegna miklum ábyrgðarstörfum, fyrst fyrir flokkinn, og síðan land og þjóð, þrátt fyrir að hafa enga sérstaka reynslu eða hæfileika til þess. Það vita allir að það er bara vegna þess að pabbi hennar hringdi í rétta fólkið, þó Áslaug og flestir fjölmiðlar reyni auðvitað að telja okkur trú um að hún sé bara svona ótrúlega frambærileg og dugleg: hún sé miklu meiri og merkilegri en öll hin Sjálfstæðis-klónin, svo miklu betri í að larpa sem Thatcher-lite og tala um einstaklingsfrelsi en allir hinir. Nú er þó svo komið að flokkurinn er í miklum vandræðum, og svo sem ekki vegna spillingar og frændhygli, heldur einfaldlega vegna þess að flokkurinn fer fyrir ríkisstjórn sem er algjörlega ófær um að sinna grunnþörfum samfélagsins. En ólíkt Patrick Bateman sem fékk útrás fyrir bældar hvatir með því að saga vændiskonur í sundur, og öskraði síðan játningar sínar í tíkallasíma, kýs Áslaug að reyna að halda grímunni. Hún skrifar því tárvota grein í Morgunblaðið undir nafninu “Við þurfum breytingar - ekki nýja kennitölu” Við skulum láta það liggja á milli hluta að fyrir Áslaugu Örnu sé það að kjósa- eða stofna annan flokk eins og viðskiptasvindl (henni eru þau hugleikin af einhverjum dularfullum ástæðum) því greinin er nefnilega alveg ótrúleg á annan hátt - hún er nánast eins og skólabókardæmi um narsissíska hegðun. Áslaug hefur greinina á því að reyna að vekja samúð lesanda - fyrst með því að minnast á óskilgreint áfall, en síðan með því að nefna að það hafi verið hrækt á hana, horft á hana hatursfullum augum og slúðrað um hana. Nú hefur Áslaug Arna vonandi mýkt lesandann nægilega til þess að hann sé móttækilegri fyrir mikilvægum skilaboðum. Og hver eru þau? Í stuttu máli eru þau sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi villst af leið en ætli núna að bæta sig verulega og hætta að svíkja kjósendur sína. “Ég lofa að hætta að drekka og lemja þig ef þú gefur mér eitt tækifæri enn!” En eins og allir aðrir narsissistar á Áslaug erfitt með að halda grímunni til lengdar - hún kemst raunar ekki einu sinni í gegnum eina stutta áróðursgrein án þess að fella hana alveg og afhjúpa sitt rétta andlit. Áslaug lýkur greininni nefnilega á orðunum: “Ég brenn fyrir sameiginlegu verkefni okkar; að gera Sjálfstæðisflokkinn að þeim burðarási í íslenskum stjórnmálum sem hann á og verður að vera.” Verður og á að vera. Á að vera. Einmitt. Svona talar bara manneskja semur hefur aldrei þurft að vinna heiðarlega fyrir neinu, og þó að Áslaug Arna sé auðvitað ekkert sérstaklega ung lengur þá hugsar hún og hegðar sé ennþá eins og barn í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn á að stjórna þó hann sé vanhæfur til þess, alveg eins og Áslaug Arna á að vera ráðherra þó hún hafi enga burði til þess. Þetta er svo fullkominn samruni flokks og manneskju að það er í raun bara ein rökrétt leið framávið. Spörum pabba hennar Áslaugar þá þjáningu að þurfa liggja í símanum, og flokknum þá kvöl og pínu að þurfa að þykjast hafa eitthvað innihald. Gerum hið ósagða að hinu augljósa og leyfum Áslaugu Örnu einfaldlega að vera formaður Sjálfstæðisflokksins! Höfundur er listamaður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun