Frá vinnustofum til borðstofa Halla Margrét Hinriksdóttir og Inga Minelgaite skrifa 9. október 2024 14:31 Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun