Riddarar kærleikans Tómas Torfason skrifar 9. október 2024 08:34 Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun