Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 06:40 Efnt var til mótmæla í borginni Sidon í Líbanon í gær, af því tilefni að ár er liðið frá því að átökin á svæðinu brutust út í kjölfar árásar Hamas. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira