Íslenski boltinn

„Á­fram Breiða­blik, það er það eina sem ég veit núna“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Samantha (lengst til vinstri) hefur átt eftirminnilegt sumar.
Samantha (lengst til vinstri) hefur átt eftirminnilegt sumar. Vísir/Diego

„Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL.

„Þetta er svo súrrealískt, ég trúi því ekki að þetta sé að gerast. Ég er svo ánægð með liðið og FHL fyrir austan, þetta hefur verið algjör draumur.“

Samantha byrjaði tímabilið hjá FHL á Reyðarfirði. Hún og Emma Hawkins slógu algjörlega í gegn þar og liðið var búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Þær fengu því leyfi til að fara, Emma fór erlendis, en Samantha kom á láni til Breiðabliks.

„Ég kom í mars þegar það var frekar kalt og snjóaði mikið en frá upphafi sögðum við Bandaríkjamennirnir fyrir austan að við ætluðum að vinna deildina og hafa gaman að því. Það er bara það sem við erum búnar að gera í sumar, hafa gaman að þessu, og það skilaði sér aldeilis.“

Það á enn eftir að koma í ljós hvar Samantha verður á næsta tímabili. Vitað er að Breiðablik vill festa kaup en FHL er ábyggilega ekki mjög spennt fyrir því að kveðja hana.

„Ég veit ekki. Ég ætla bara að njóta sigursins og fagna með liðinu. Áfram Breiðablik!, það er það eina sem ég veit núna. Ég ætla bara að fagna með liðinu og svo kemur í ljós hvað gerist í framtíðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×