„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2024 16:41 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag Vísir/Viktor Freyr Arnarson Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. „Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
„Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira