„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. október 2024 19:15 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“ Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“
Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20