Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 12:24 Mike Pence, við formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, eftir að þing kom aftur saman þann 6. janúar 2021. AP/öldungadeild Bandaríkjaþings Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira