Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar 4. október 2024 07:46 Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa stórhættulegum síafbrotamönnum úr landi. Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til síðastliðið vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum. Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann VG, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál. Það er alveg kristaltært að VG er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum. Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna. Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna, m.a. kynferðisafbrotamenn. Hvers vegna eru Píratar, VG og fleiri á móti því? Höfundur er varaþingmaður í Norðvesturkjöræmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa stórhættulegum síafbrotamönnum úr landi. Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til síðastliðið vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum. Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann VG, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál. Það er alveg kristaltært að VG er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum. Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna. Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna, m.a. kynferðisafbrotamenn. Hvers vegna eru Píratar, VG og fleiri á móti því? Höfundur er varaþingmaður í Norðvesturkjöræmi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun