Viðskipti innlent

Ís­lands­banki bregst sömu­leiðis við stýri­vaxta­lækkuninni

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent.

Frá þessu er greint á vef Íslandsbanka en fyrr í dag var greint frá því að Arion banki hafi lækkað vexti á óverðtryggðum lánum.

Breytingar verða á óverðtryggðum vöxtum inn- og útlána Íslandsbanka 9. október næstkomandi:

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig. Þeir fara úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent.
  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,25 prósentustig
  • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og óverðtryggðir vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,25 prósentustig

Tengdar fréttir

Arion fyrstur til að tilkynna lækkun

Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað.

Nú beinast öll spjót að bönkunum

„Við höfum reyndar því miður dæmi um það að bankarnir bregðist mjög hratt og örugglega við þegar að seðlabankinn hefur hækkað vexti en hafa þurft að fá fyrirmæli ofan úr svörtuloftum til þess að lækka og hafa gert það seint og ekki jafn mikið. Fylgnin er meiri þegar að Seðlabankinn hefur hækkað vexti en lækkað, því miður.“

Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×