Rafíþróttir

Hníf­jafnt á toppnum í Rocket Leagu­e

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Þrátt fyrir fjöruga leiki í gærkvöld breyttist staða liða í GR Verk Deildinni í Rocket League lítið sem ekkert.
Þrátt fyrir fjöruga leiki í gærkvöld breyttist staða liða í GR Verk Deildinni í Rocket League lítið sem ekkert. Rocket League

Þriðja um­­­ferð GR Verk Deildarinnar í Rocket Leagu­e fór fram í gær­­kvöld og skemmst frá því að segja að úr­­slit leikja höfðu lítil á­hrif á stiga­töfluna, fyrir utan það helst að ríkjandi meistarar Þórs og OGV eru nú hníf­jöfn á toppnum.

Úrslit leikja í 3. umferð:

Þór - 354           3-2

Quick - Dusty   2-3

Rafík - OGV      0-3

Með sigrum gærkvöldsins treystu Þór og OGV stöðu sína á toppnum en 354 sýndu alla sína bestu taka og létu Þór heldur betur hafa fyrir 3-2 sigrinum. 

Við tapið hefur 354 síðan sætaskipti við Dusty og víkur úr því þriðja niður í fjórða eftir sigur Dusty á Quick.

Fjórða umferð fer fram miðvikudaginn 9. október en þá mætast Þór og Dusty, 354 og OGV og botnliðin Quick og Rafík takast á.


Tengdar fréttir

Ó­breytt staða á toppnum í Rocket Leagu­e

Önnur um­ferð GR Verk Deildarinnar í Rocket Leagu­e fór fram í gær­kvöld og skemmst frá því að segja að úr­slitin í leikjunum þremur höfðu lítil á­hrif á stöðu liðanna í deildinni þar sem ríkjandi meistarar Þórs tróna enn á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×