Innlent

Minna Ís­lendinga bú­setta er­lendis og vilja kjósa á að skrá sig

Atli Ísleifsson skrifar
Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á Íslandi á næsta ári. Fyrir Íslendinga búsetta erlendis er vissara að kanna hvort þeir þurfi að skrá sig fyrir 1. desember til að fá að kjósa.
Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á Íslandi á næsta ári. Fyrir Íslendinga búsetta erlendis er vissara að kanna hvort þeir þurfi að skrá sig fyrir 1. desember til að fá að kjósa. Vísir/Vilhelm

Þjóðskrá hefur minnt Íslendinga sem búsettir eru erlendis og vilja vera tekna á kjörskrá fyrir tímabilið 1. desember 2024 til 1. desember 2028 að senda inn umsókn um slíkt fyrir 1. desember næstkomandi. Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á næsta ári.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Þar er meðal annars að finna upplýsingar um það hverjir eigi að sækja um og hverjir þurfi ekki að sækja um.

Hverjir þurfa að sækja um?

Búseta erlendis lengur en 16 ár - umsókn um að vera tekinn á kjörskrá:

Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili erlendis lengur en í 16 ár, þ.e. hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2008, verða að sækja um hjá Þjóðskrá að verða teknir á kjörskrá í eftirfarandi kosningum:

  • Alþingiskosningum
  • Forsetakosningum
  • Þjóðaratkvæðagreiðslur

Skilyrði til að geta sótt um:

  • Íslenskur ríkisborgararéttur, afrit/mynd af íslensku vegabréfi
  • Vera 18 ára eða eldri á kjördag.
  • Hafa átt lögheimili á Íslandi.

Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir 1. desember 2024. Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi skráður á kjörskrá til fjögurra ára talið frá 1. desember.

Hverjir þurfa ekki að sækja um?

Búseta erlendis skemur en 16 ár - sjálfkrafa á kjörskrá:

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en í 16 ár eða frá 1. desember 2008 eða síðar, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi í:

  • Alþingiskosningum
  • Forsetakosningum
  • Þjóðaratkvæðagreiðslum

Skilyrði:

  • Vera orðnir 18 ára á kjördag
  • Hafa átt lögheimili á Íslandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×