Enski boltinn

Henry hélt að Saka yrði ekki það góður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bukayo Saka er einn mikilvægasti leikmaður Arsenal.
Bukayo Saka er einn mikilvægasti leikmaður Arsenal. getty/Stuart MacFarlane

Bukayo Saka er lykilmaður hjá Arsenal og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Og hann hefur náð mun lengra en Thierry Henry, markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, hélt að hann myndi ná.

Saka var á skotskónum þegar Arsenal vann Paris Saint-Germain, 2-0, á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í fyrradag.

Henry var á sínum stað í myndveri CBS þar sem hann fjallar um Meistaradeildina ásamt Jamie Carragher, Micah Richards og Kate Abdo. Henry viðurkenndi að hafa haft rangt fyrir sér varðandi Saka.

„Ég sá hann í unglingastarfinu og ef ég á að vera hreinskilinn hélt ég að hann yrði ekki svona góður,“ sagði Henry. Að hans sögn hefur dugnaður Sakas skilað honum á þann stað sem hann er á í dag.

„Þegar þú leggur hart að þér, þegar þú ert duglegur og ert með góða fjölskyldu til að styðja við bakið á þér, það er mjög mikilvægt. Hann gerir hlutina auðveldari fyrir aðra.“

Saka og félagar hans í Arsenal mæta nýliðum Southampton á Emirates í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn

Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×