Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 11:13 Aðalsteinn Sigfússon gaf í morgun blóðflögur í hinsta sinn. Sonur hans Sigfús, sem gaf blóðflögur í morgun föður sínum til samlætis, sést í bakgrunni. Systkin hans Hákon og Guðrún létu einnig til sín taka. Vísir/Sigurjón Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira