„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Stefán Marteinn skrifar 1. október 2024 21:57 Lengst til vinstri: Rúnar Ingi Erlingsson, forveri Einars Árna og núverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík. Halldór Karlsson - formaður og loks Einar Árni Jóhannsson sem er í dag þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur. JBÓ/Njarðvík Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. „Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“ Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“
Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit