Fótbolti

Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir á­reksturinn við Tchou­améni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Le Normand fékk Tchouaméni á blindu hliðina og verður frá í einhvern tíma.
Le Normand fékk Tchouaméni á blindu hliðina og verður frá í einhvern tíma. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images

Varnarmaðurinn Robin Le Normand lenti illa í því þegar hann og Aurélien Tchouaméni skullu saman í leik Atlético Madríd og Real Madríd í síðustu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Hinn 27 ára gamli Le Normand og Tchouaméni skullu saman í uppbótartíma leiksins sem endaði með 1-1 jafntefli. Í kjölfarið hlaut hann aðhlynningu inn á vellinum og var í kjölfarið sendur í rannsóknir að leik loknum.

Þar kom í ljós að um innanbastsblæðing var að ræða.Er það þegar blóð safnast saman milli höfuðkúpunnar og yfirborðs heilans. Slíkt er algengt eftir gríðarlega slæm höfuðhögg.

Le Normand gekk í raðir Atlético frá Real Sociedad í sumar og hefur spilað átta af níu leikjum til þessa á leiktíðinni. Nú er hins vegar ljóst að hann mun missa af næstu leikjum liðsins meðan hann jafnar sig af höfuðmeiðslunum.


Tengdar fréttir

Simeone kennir Courtois um ólætin

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var allt annað en sáttur við stuðningsmenn félagsins og markvörð Real Madrid í gær.

Ó­læti vörpuðu skugga á dramatískan borgarslag

Angel Correa kom Atlético Madrid til bjargar í blálokin og tryggði liðinu 1-1 jafntefli við Real Madrid í höfuðborgarslagnum á Spáni í kvöld. Leikurinn tók mun lengri tíma en ella vegna óláta stuðningsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×