Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 08:43 Ratcliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi. Slökk var á þessu síðasta kolaorkuveri Bretlands í nótt. AP/Rui Vieira Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna. Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna.
Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira