Blekkingar og gaslýsingar núverandi forsætisráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 30. september 2024 13:02 Fésbókin minnir mann oft á liðna tíð og í vikunni minnti hún mig á „Sérstaka umræðu“ sem ég stóð fyrir á Alþingi, fyrir nákvæmlega tveimur árum, þann 27. september 2022. Yfirskrift umræðunnar var „Verðbólga, vextir og staða heimilanna“ og til svara var þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Ég ætla að leyfa mér að birta ræður okkar Bjarna Benediktssonar í ljósi þeirrar stöðu sem blasir við þjóðinni í dag. Mér finnst hægt að draga tvær ályktanir af þessum ræðum; annars vegar að ekkert hefur breyst því ég gæti flutt sömu ræðuna í dag og þá, og hins vegar að málflutningur ríkisstjórnarinnar hefur ekkert breyst. Enn virðast ráðherrar hennar lifa í þeirri sælu trú að allt sé í lukkunnar velstandi hjá heimilum landsins og engin þörf á aðgerðum eða þeir eru hreinlega að beita þjóðina blekkingum og gaslýsingum að yfirlögðu ráði. Lesið og dragið ykkar eigin ályktanir. Ég hvet ykkur sérstaklega til að lesa kaflann „Tveggja ára svar núverandi forsætisráðherra“ sem er ræðan sem Bjarni Benediktsson flutti við þetta tilefni, því í henni er ýmislegt að finna sem ekki stenst nánari skoðun. Tveggja ára gömul framsöguræða sem gæti verið flutt í dag „Verðbólga hefur að undanförnu mælst hærri en nokkru sinni á síðustu 13 árum og meginvextir Seðlabanka Íslands hafa hækkað um 633% frá því í maí á síðasta ári. Þetta hefur leitt til gríðarlegra hækkana á verðtryggðum skuldbindingum heimilanna sem og greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Ég tel því ástæðu til að eiga orðastað við ráðherra um viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi og aðgerðir til að verja heimilin. Verðbólga er slæm og það er hagur okkar allra að sigrast á henni en á sama tíma þarf að vera skýrt til hvers er barist og hverja er verið að verja fyrir verðbólgunni. Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðir gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins. Ég ætla hér ekki að ræða orsakir verðbólgunnar en það er vægast sagt ekki verið að ráðast að rótum hennar með grófum og gegndarlausum vaxtahækkunum sem gera lítið annað en að auka á byrðar fólksins í landinu, byrðum sem eru svo miklar að hæpið er að heimili í neðri hluta tekjustigans muni standa undir þeim. Þar má ekki gleyma leigjendum. Leigusamningar eru flestir vísitölutryggður og hækka því í takti við verðbólguna. Þannig er vaxtahækkunum einnig velt út í leiguverð enda hefur leiga hækkað um tugi þúsunda á skömmum tíma. Þeir sem eru með verðtryggð lán munu súpa seyðið af verðbólgunni um langa framtíð og það er þyngra en tárum taki að aðgerðir Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar skuli reka fólk í hrönnum til baka í þann eiturkokteil sem verðtryggð lán eru. Fólk í nauðvörn til að halda heimilum sínum er þannig neytt til að skuldbreyta yfir í verðtryggð lán til að lækka afborganir, en það er aðeins gálgafrestur. Þetta er ekki lausn heldur gildra og það er algerlega á ábyrgð stjórnvalda að etja fólki út í verðtryggð lán að óþörfu því eignaupptakan er gríðarleg. Verðtryggt lán upp á 40 milljónir til 25 ára sem tekið er í dag muni hækka um 870.000 kr. um næstu áramót. Höfuðstóllinn hækkar sem sagt um 290.000 kr. á mánuði. Í lok árs 2023 verður höfuðstóllinn kominn í 43,8 milljónir og hefur þá hækkað um 3,8 milljónir á rúmu ári. Þetta er hrein og klár eignaupptaka sem ég vil kalla opinbera glæpastarfsemi. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum, sem almennt eru hagstæðasta lánsformið, hafa hækkað gríðarlega þannig að margir hafa annaðhvort neyðst til að ganga á sparifé sitt eða skuldbreyta yfir í verðtryggt lán til að lækka afborganir lána til að kaupa sér tímabundið andrými dýrum dómum. Á meðan hagnast bankarnir og fitna eins og púkinn á fjósbitanum, enda er fjármunum heimila og fyrirtækja beint til þeirra í stríðum straumum með þeim víðtæku og gagnslitlu aðgerðum sem gripið hefur verið til. Á sama tíma má ekki minnast á að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og leyfa þjóðinni að njóta þess að án hans væri verðbólga á Íslandi með minnsta móti í Evrópu og staðan sem blasir við heimilunum allt önnur og miklu betri. Það er eitthvað verulega skakkt við þetta. Ég vil því spyrja ráðherra eftirfarandi spurninga. #1 Helstu aðgerðir gegn verðbólgunni virðast felast í vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands. Styður ríkisstjórnin þær aðgerðir og til hvaða aðgerða hefur ríkisstjórnin sjálf gripið til gegn verðbólgunni? Hvað hefur verið dregið mikið úr peningamagni í umferð frá því að ársverðbólga fór af stað í mars 2021 og hvernig? Og ef ekki, hvers vegna? #2 Telur ráðherra koma til greina að takmarka þann fjölda íbúða sem efnafólk og fjárfestar geta sankað að sér til að draga úr eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og kæla þannig markaðinn ásamt því að auka framboð íbúða fyrir fólk sem þarf húsnæði til eigin nota? Ef ekki, hvers vegna? #3 Hvernig getur það dregið úr verðbólgu af völdum hækkandi húsnæðiskostnaðar að auka þann kostnað enn meira með því að hækka vexti og kynda þannig undir enn meiri verðbólgu af völdum húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs? Samkvæmt útreikningum ASÍ og Íslandsbanka í júní síðastliðnum höfðu mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu hækkað um 82.000 kr. á einu ári. Af því voru 15.000 kr. vegna hækkunar á matvælum og eldsneyti á meðan mánaðarlegar vaxtagreiðslur af 40 millj. kr. óverðtryggðu láni höfðu hækkað um 67.000 kr. #4 Telur ráðherra réttlætanlegt að leggja slíkar byrðar á fjölskyldur landsins með aðgerðum gegn verðbólgu sem valda þeim næstum fimmfalt meiri skaða en verðbólgan sjálf? Tekið skal fram að vextir hafa hækkað um 1,75 prósentustig í viðbót síðan þá og mánaðarlegar vaxtagreiðslur því hækkað um 125.000 kr. á hverjum mánuði. #5 Hvað telur ráðherra mörg heimili sem myndu ráða við verðbólguna en ráða ekki við margfaldan kostnað ofan á hana sem ásættanlegan fórnarkostnað í baráttunni við verðbólguna? #6 Og fyrir hvern er þá barist ef heimilin falla eitt af öðru vegna aðgerða stjórnvalda? #7 Er ráðherra tilbúinn að liðka fyrir kjaraviðræðum haustsins með því t.d. að beita sér fyrir því að vaxtahækkanir undanfarinna mánaða verði dregnar til baka, afnema eða a.m.k. setja tímabundið þak á verðtryggingu lána eða leigu eða ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr peningamagni í umferð? #8 Ef ekkert af fyrrnefndu kemur til greina er ráðherra tilbúinn til að verja heimilin og lýsa því yfir að enginn muni missa heimili sín vegna afleiðinga verðbólgunnar eða viðbragða stjórnvalda við henni?“ Tveggja ára svar núverandi forsætisráðherra Hér á eftir fer ræða þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, ásamt mínum athugasemdum sem eru inndregnar. Ræðan er bútuð niður en að annars rétt og engu er sleppt. „Ég vil þakka fyrir tækifærið til að taka þessa umræðu hér í þingsal og verð að byrja á því að segja að það er kannski eðli málsins samkvæmt erfitt að fara nákvæmlega yfir svo margar spurningar í stuttri ræðu, en ég ætla að reyna að snerta á því sem mér finnst skipta mestu. Ég vil byrja á því að segja að í ágúst urðu þau kaflaskil að verðbólga tók að lækka á ný og greiningaraðilar virðast telja nú að hún muni halda áfram að lækka. Auðvitað er mjög mikil óvissa í sjálfu sér í spilunum. En þetta er að gerast hraðar en áður var talið og er mjög jákvætt. …“ Ég get tekið undir með ráðherranum að ég spurði margra spurninga enda var mér mikið niðri fyrir og er enn og hef aldrei fram til dagsins í dag fengið margtæk svör við þessum spurningum. Já verðbólgan hefur vissulega lækkað gríðarlega síðan þá eða um heil 42%. En spurningin sem skiptir máli er hvernig heimilin hafi fengið að njóta þessarar lækkunar? Svarið við því er, ekki á nokkurn einasta hátt. „…Ég tel að þetta sé skýr árangur af baráttu Seðlabankans og stjórnvalda við verðbólguna og með því hafa þessir aðilar verið að sýna ábyrgð og við erum að auka aðhald til að ná þessum árangri. Það er í mínum huga enginn vafi á því að hækkun stýrivaxta á þátt í að koma böndum á verðbólguna. Enginn vafi á því. …“ Á þessum tíma var Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska Seðlabankans, þegar búin að segja að samsetning „þessarar“ verðbólgu, væri þess eðlis að vaxtahækkanir hefðu engin áhrif á hana, hún myndi hreinlega ganga yfir og hjaðna af sjálfu sér. Þá þegar var einnig ljóst að vaxtahækkunum Seðlabankans væri velt út verðlagið eins og öðrum kostnaði fyrirtækja og væru því verðbólguhvetjandi, ásamt því að þær myndu hafa áhrif til að hægja á og minnka uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Allt þetta hefur sannast með enn skýrari hætti á þessum tveimur árum sem liðin eru. „…Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að það séu röng viðbrögð við verðbólgu að hækka vexti Seðlabankans. …“ Enda hafa fáir hafa tekið undir þann málflutning. Á Alþingi hefur bara Flokkur fólksins mótmælt þessum gríðarlegu vaxtahækkunum með beinum hætti og úti í samfélaginu hafa eingöngu Hagsmunasamtök heimilanna, ásamt örfáum einstaklingum, gagnrýnt þessa aðför gegn heimilunum. Enn hefur engin svarað spurningu minni hvernig það sé réttlætanlegt að leggja slíkar byrðar á fjölskyldur landsins með aðgerðum gegn verðbólgu sem valda þeim næstum fimmfalt meiri skaða en verðbólgan sjálf? Skaðinn var fimmfaldur þá, en hann er margfalt meiri núna. Í einfaldri mynd velur 6% verðbólga því að útgjöld upp á 100 þúsund á mánuði hækka um 6.000 krónur og að útgjöld upp á 400 þúsund á mánuði hækka um 30.000 krónur. Eins og sjá má í dæmum í grein minni og Ragnars Þórs Ingólfssonar frá 9. september síðastliðnum, hefur húsnæðiskostnaður þeirra aðila sem þar eru nefndir annars vegar hækkað um 150.000 á mánuði og hins vegar um 245.000 krónur á hverjum mánuði. Er ekki a.m.k. smá möguleiki á því að verið sé að fara fram með ófyrirgefanlegu offorsi og að það væri betra fyrir heimili og fyrirtæki að takast á við 6 – 12% verðbólgu en þessi ósköp? „…Mér finnst reyndar að það gæti stundum misskilnings um samspil stýrivaxta og verðbólgu. Hækkun stýrivaxta hækkar ekki verðtryggðar skuldir heimilanna eða húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Þvert á móti hefur tekist með þessum aðgerðum að ná auknu jafnvægi í hagkerfinu sem hefur hægt verulega á hækkun íbúðaverðs. Þetta er algjört grundvallaratriði. …“ Dæmigert að fleygja fram að um misskilning sé að ræða, en þessu þarf að svara í nokkrum liðum: Í fyrsta lagi: Ég átta mig ágætlega á samspili vaxta og verðbólgu og hvað þessu stýritæki Seðlabankans er ætlað að gera. Ég veit þess vegna líka að vaxtahækkanir virka illa og bara alls ekki þegar þær beinast einungis að um 30% landsmanna á meðan hins 70% eru stikkfrí og þannig var staðan. Ekki nema 30% heimila voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum á meðan 20% voru með fasta vexti og 50% með verðtryggð lán. Í öðru lagi: „Hækkun stýrivaxta hækkar ekki verðtryggðar skuldir heimilanna…“ Þetta er hugsanlega rétt fullyrðing sé algjörri rörsýn beitt og augunum lokað fyrir öllum afleiðingum vaxtahækkana. T.d. er það í sjálfu sér rétt að það að Seðlabankinn hækki stýrivexti valdi ekki hækkun verðtryggðum skuldum heimilanna, en þegar bankinn hækkar vextina á þeim lánum sem alltaf gerist í kjölfarið, þá hækkar að sjálfsögðu greiðslubyrði verðtryggðra lána heimilanna. Langflest þeirra eru jafngreiðslulán og þegar vaxtabyrði þeirra hækkar fer minna í afborgun af höfuðstól sem hækkar því hraðar en ella vegna áfallandi verðbóta. Það segir sig sjálft. Í þriðja lagi: „Hækkun stýrivaxta hækkar ekki … húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Þvert á móti hefur tekist með þessum aðgerðum að ná auknu jafnvægi í hagkerfinu sem hefur hægt verulega á hækkun íbúðaverðs.“ Sannleiksgildi þessarar staðhæfingar verður að skoða í ljósi þess að þegar ummælin féllu var vaxtaþáttur verðtryggðra húsnæðislána enn þá hluti af húsnæðislið vísitölunnar og reyndar aðal drifkraftur hækkunar hans. Ráðherrann fór því beinlínis með rangt mál! Það væri reyndar gaman að hitta þann einstakling, sem upplifir þetta „jafnvægi í hagkerfinu“. Í hverju felst þetta jafnvægi? Felst það í því að eiga fyrir skuldum sínum? Felst það í því að hafa fjárhagsáhyggjur og vera neyddur til að skuldbreyta yfir í verðtryggð lán í von um að geta bjargað fjölskyldunni frá heimilis missi? Felst jafnvægið í því að vinna myrkranna á milli og ná samt aldrei endum saman? Í hverju felst „jafnvægið í hagkerfinu“? Viðvarandi skortur á húsnæðismarkaði veldur því að húsnæðisliður vísitölunnar fer ört hækkandi og hefur bein áhrif á lán heimilanna. Af hverju er hann ekki tekinn út úr vísitölunni, til hagsbóta fyrir heimilin? Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp um það a.m.k. fjórum sinnum. „…Ég hef verið að rekja í tengslum við fjárlagafrumvarpið hvaðan við erum í raun og veru að koma. Við höfum þessar tölur um 60.000 kr. aukinn kaupmátt frá árinu 2016, kaupmáttur heimilanna aldrei verið meiri og kaupmáttur þeirra með lægri laun hefur aukist meira en hærra launaðra á þessu kjarasamningstímabili, hvort sem er í hlutfallstölu eða krónutölu. …“ Ef kaupmáttur hafði á þessum tíma aukist um 60.000 kr. en álögur á heimilin í formi hækkandi vaxtakostnaðar aukist um 100 – 300.000 kr. á mánuði, voru/eru heimilin þá í plús og vel sett? Var ráðherrann virkilega að halda því fram? „…Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar hefur staðan ekki verið betri, aldrei færri heimili átt erfitt með að ná endum saman en í lok síðasta árs. Sú umræða er alveg tilefni í lengri ræður hér en ég ætla bara að vísa til þess sem segir þar. …“ Aðdáun núverandi forsætisráðherra á meðaltölum hefur lengi verið augljós. Sem betur fer eru margir á Íslandi sem hafa það verulega gott en það á ekki að nota lífskjararannsókn Hagstofunnar til að afneita þeirri staðreynd, sem hefur blasað við lengi, að heimili með meðaltekjur eða minna, ráða ekki við auknar álögur upp á 100 – 300.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Meðaltalið hjá þeim sem hafa 400.000 kr. og 2 milljónir í laun á mánuði, er 1,2 milljónir, en hvernig hjálpar það þeim sem fær 400.000 krónur? „…Það aftur endurspeglast síðan í því að vanskil heimilanna hafa aldrei verið minni og þannig er nú það að vanskilin hafa meira að segja haldið áfram að minnka samhliða hækkandi vöxtum á þessu ári. Takið eftir þessu: Vanskil heimilanna hafa haldið áfram að minnka samhliða hækkandi vöxtum. …“ Þetta er í besta falli þægileg blekking sem hefur verið endurtekin allt of oft. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að komast í vanskil við bankanna, því þegar fólk skuldbreytir yfir í verðtryggt lán þá fer það ekki í vanskil. En af hverju hefur fólk verið að skipta yfir í verðtryggð lán? Er það ekki vegna þess að það réð ekki við stöðugt hækkandi afborganir? Einnig var fólki boðið upp á hærri yfirdrætti og/eða að nýta sér hækkandi fasteignamat (veðrými/eiginfjárstöðu) til að skuldsetja sig meira, til að standa undir afborgunum. Þetta blasti við og faldi alvarlega greiðsluerfiðleika fólks en núna eru vanskil farin að aukast. Núna eru margir búnir að tæma öll „úrræði“ bankanna og standast jafnvel ekki greiðslumat fyrir verðtryggðum lánum, sé vilji til að skuldbreyta. „…Ég vil nefna hérna fjölgun valkosta á lánamarkaði. Ég tel að heimilin séu vegna þess í betri stöðu til að verja sig gagnvart vaxtaáhættu og maður verður aðeins að spyrja sig, einmitt við þær aðstæður sem núna ríkja þar sem vextir hafa hækkað, að það eru gjarnan þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar eða banni verðtryggingar sem vekja athygli á því hversu mikið greiðslubyrðin hækkar á óverðtryggðu lánunum við þær aðstæður sem nú hafa skapast. Er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja sig hvort verðtryggð lánaúrræði geti ekki einmitt komið þessum viðkvæmustu hópum í skjól við þessar aðstæður? …“ Hvaða „fjölgun valkosta á lánamarkaði“ er ráðherrann að tala um? Verðtryggt eða óverðtryggt, á föstum eða breytilegum vöxtum, jöfnum greiðslum eða afborgunum hafa verið í boði svo árum skiptir og ekkert bæst við. Um hvað er ráðherrann að tala? Nei, það er ekki ástæða til að sjá verðtryggð lánaúrræði sem skjól fyrir viðkvæmustu hópana. Í fyrsta lagi er ekki hægt að réttlæta og í raun glæpsamlegt, að búa til þær aðstæður að fólk neyðist til að skipta yfir í verðtryggð lán og í öðru lagi eru þau ekki skjól heldur gildra sem hæpið er að fólk losni nokkurn tímann úr. „…Greiðslubyrðin sem var rakin hér í upphafsræðunni er minni á verðtryggðu láni. Væri þá ekki hægt að draga fram kosti verðtryggðu lánanna við þær aðstæður sem nú hafa skapast? Við sjáum það a.m.k. á markaðnum að fólk er að flytja sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán. …“ Greiðslubyrði á verðtryggðu láni er lægst í upphafi en hækkar svo hratt og sífellt hraðar eftir því sem líður á lánstímann. Fyrsta greiðsla á 50 milljón króna verðtryggðu láni til 25 ára sem tekið er í dag (27. sept 2024) er 307.000 kr. sem samsvarar vaxtagreiðslum upp á 7,4% Eftir tvö ár verður hún orðin 333.000 kr. og höfuðstóllinn mun hafa hækkað um 2,7 milljónir. Meðallíftími verðtryggðra lána er um 8 ár, því þá ræður fólk ekki lengur við þessa „léttu greiðslubyrði“ og endurfjármagnar. Eftir 8 ár er „lán dagsins“ komið með greiðslubyrði upp á 427.000 sem samsvarar vaxtagreiðslum upp á 10,25% af 50 milljón króna óverðtryggðu láni. Eftir átta ár má gera ráð fyrir því að vextir hafi lækkað verulega og að fólk sem heldur út að greiða af óverðtryggðu láni upp á 50 milljón króna láninu sínu í dag, án þess að skipta yfir í verðtryggt verði að auki búið að lækka höfuðstól sinn, jafnvel um einhverjar milljónir. Ef vextir verða 6% að átta árum liðnum þá yrðu vaxtagreiðslur af 50 milljón króna láni 250.000 kr. á mánuði og ekki nema 167.000 kr. verði vextir 4%. Á sama tíma mun sá sem nú „flýr í skjól verðtryggingar“ samkvæmt ráðleggingum fjármálaráðherra/forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, jafnvel vera að endurfjármagna lán sem gæti hafa hækkað um 9,7 milljónir á 8 árum. Vaxtabyrði af því yrði mun hærri en af upphaflega láninu og ef tekjur látakandans hafa ekki aukist þeim mun meira stenst hann ekki greiðslumat fyrir því og er þá fastur í verðtryggða láninu. Þessi lán eru gildra! „…Þetta segi ég þrátt fyrir að hafa flutt hér á þinginu frumvörp um að þrengja að þessum lengstu Íslandslánum, þ.e. löngu 40 ára jafngreiðslulánunum, sem ég tel að hafi ákveðna ókosti sem hafa birst í umræðunni um verðtrygginguna. …“ Já 40 ára verðtryggð lán eru enn þá verri en til 25 eða 30 ára. Eftir stendur þó að verðtryggingin er skaðvaldur sem þarf að útrýma úr íslensku hagkerfi. „…Með þessum orðum vil ég bara undirstrika það að ekki hefur þótt tilefni hér á þinginu að hefta frelsi fólks meira en orðið er að taka verðtryggð lán og við skulum bara hafa það alveg á hreinu að það er Seðlabankinn, ekki ríkisstjórnin, sem tekur ákvarðanir um stýrivextina. … Það er hreinlega ekki á færi neytenda að meta verðtryggð lán, kosti þeirra og galla. Það er hægt að hitta vel í þau, ef þú ert einstaklega heppinn, en að tala um frelsi í þeim efnum, er svipað og að læknir myndi í nafni frelsis leyfa sjúklingi að taka lyf, sem hann vissi að væri slæmt fyrir sjúklinginn og myndi jafnvel draga hann til dauða á nokkrum árum, þó það myndi hressa hann aðeins við fyrst um sinn. Allar tölur sem ég nota koma úr reiknivél Landsbankans. Þegar þessi umræða fór fram fyrir tveimur árum leit dæmi um 40 milljón króna verðtryggt lán allt öðruvísi út en í dag. Þá bættust 870.000 kr. við lánið frá og með 27. september, fram að áramótum, og höfuðstóllinn hækkaði um 3,8 á rúmu ári. Núna hins vegar hefur jafn hátt lán „bara“ hækkað um 276.000 kr. um áramótin og 877.000 um þar næstu áramót. Í hverju felst þessi munur? Jú, þá var verðbólgan 9,3% en núna er hún tæp 6% og þá voru vextir lánsins 2,1% en núna eru þeir 4% hjá Landsbankanum (og enn hærri hjá hinum bönkunum). Þó að í lægri verðbólgu falli minni verðbætur á lánin þá er bara skellt á þau hærri vöxtum í staðinn, líkt og til að passa upp á að þau verði áfram jafn íþyngjandi, sem fer þvert gegn öllum kenningum um meinta "kosti" verðtryggðra lána." Hvernig á venjulegt fólk að geta séð svona vitleysu fyrir og geta tekið upplýsta ákvörðun um þá kosti sem í boði eru? Auk þess sem núna er fólk hreinlega neytt í þetta lánafyrirkomulag sem er hrein og bein nauðung og á ekkert skylt við frelsi heldur er sannkallað hrakval. Það hefur engin kjörið Seðlabankastjóra eða fólkið í peningastefnunefnd. Það situr í umboði ríkisstjórnar Íslands. Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að stuðla að verðstöðugleika. Það er ekki skylda hans að tryggja fjármagnseigendum jákvæða raunvexti. Hann hefur hins vegar snúið þessu við, verðstöðugleiki er enginn en fjármagnseigendur eru að fá jákvæða raunvexti enda hefur ítrekað mátt skilja á máli Seðlabankastjóra að samúð hans liggi hjá þeim. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hugmynd um þetta og líta þannig á Seðlabankinn hafi alræðisvald yfir afkomu bæði heimila og fyrirtækja. Hún hefur þannig algjörlega brugðist heimilum landsins með undirlægjuhætti sínum gagnvart honum. „…Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa snúist um að styðja við aðhaldssama stefnu í peningamálum, m.a. með því að ráðast í aðhaldsaðgerðir og lækka útgjöld. Við höfum kynnt um 30 milljarða aðgerðir í því samhengi og því til viðbótar höfum við verið að verja viðkvæm heimili sérstaklega með miklum hækkunum bóta almannatrygginga, hækkun húsnæðisbóta og sérstökum barnabótaauka en almannatryggingabætur hækka nú um 9% frá einu ári til þess næsta. Útgjöld til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka meira milli ára en í nokkrum öðrum málaflokki þannig að við höfum verið að horfa til viðkvæmu hópanna sem hv. þingmaður horfir sérstaklega til. En að því sögðu þá munum við samt sem áður að sjálfsögðu fylgjast áfram mjög grannt með þessari þróun og bregðast áfram við eftir því sem tilefni er til. …“ Þetta er einfaldlega glæpsamlegt ofbeldi sem verið er beita heimili landsins. Það væri alveg eins hægt að beina að þeim byssu og segja „peningana eða lífið“. Ríkisstjórnin hefur stutt þetta ofbeldi með því að standa aðgerðarlaus hjá á meðan Seðlabankinn afhentir bönkunum stórvirk vopn til að ræna heimilin. Hvernig stuðlar það að fjármálastöðugleika að hrekja fólk í vanskil? Vaxtahækkanir kosta heimilin sjöfalt meira en verðbólgan sjálf Það sem stóð upp úr eftir þessa umræðu fyrir tveimur árum er að heimilin eru leiksoppar afla sem virða hagsmuni þeirra einskis og Seðlabankinn einblínir bara á hlutverk sitt sem er að verjast verðbólgunni án tillits til afleiðinga þeirra aðgerða fyrir þau sem hann segist vera að verja. Ég er ekkert viss um það að þegar lög voru sett um sjálfstæði Seðlabankans hafi það sem við sjáum nú verið hugmyndin og myndi a.m.k. vilja sjá einhverja umræðu, svo ég tali nú ekki um andstöðu, um þær öfgakenndu aðgerðir sem hann hefur gripið til. En svo er ekki og heimilin blæða en bankarnir græða. Og hver mun bera pólitíska ábyrgð á því? Ég hef líkt óhóflegum vaxtahækkunum Seðlabankans við það að taka handlegginn af við öxl til að lækna puttabrot sem myndi gróa ef það fengi tíma til þess. En Seðlabankinn og peningastefnunefnd eru svo óháð að hvergi er hægt að ræða þessar aðgerðir og krefja þessa embættismenn svara. En ábyrgðin á aðgerðum þessara ókjörnu embættismanna hlýtur að falla á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (og nú Bjarna Benediktssonar). Það er staðreynd að ört hækkandi húsnæðiskostnaður, sem er bein afleiðing vaxtahækkana sem á okkur hafa dunið, kostar heimilin um sjöfalt meira en verðbólgan sjálf. Svo er okkur sagt að þetta sé okkur til góðs eins og foreldri sem flengir barnið sitt af því að það þolir meiri barsmíðar og segist gera það af ást. Heimilin þurfa að fá að anda og lifa í gegnum þetta, líka þau sem eru í neðri tekjutíundum. Fjölskyldur verða að geta haldið heimilum sínum án þess að þurfa að endurfjármagna og sitja uppi með mun óhagstæðari verðtryggð lán um langa framtíð ef sú aðgerð dugar til. Svo er það fólkið sem er á leigumarkaði sem hefur þegar tekið á sig þunga skelli. Ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að standa á hliðarlínunni og leyfa þessu að gerast. Hún verður að fá Seðlabankann til að horfa á aðgerðir sínar í víðara samhengi og þessir aðilar verða að vinna saman. Annars er hætt við að eftirmælin verði: Aðgerðin tókst vel en sjúklingurinn dó. Óafsakanlegar blekkingar og gaslýsingar Kaflinn hér á undan er orðrétt seinni ræða mín í þessari umræðu fyrir tveimur árum, með smá breytingum í upphafsorðum. Ég gæti eins flutt báðar þessar ræður í dag og hef margoft endurtekið efni þeirra í bæði ræðu og riti. Það er verulega alvarlegt, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að málflutningur ráðherra ríkisstjórnarinnar skuli enn vera með þeim hætti sem hér kemur fram. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þau hafa beitt bæði blekkingum og gaslýsingum til að verja vondan málstað, og gera það enn. Ég vil kalla aðförina að heimilum landsins glæpsamlega og á meðan verið er að reka stóran hluta þjóðarinnar í þessa gildru stendur ríkisstjórnin aðgerðarlaus hjá. Hún þykist ekkert geta gert til að stöðva stjórnlausan Seðlabanka því hann á að vera „sjálfstæður í störfum sínum“. Hræðslan við að „móðga“ Seðlabankann er meiri en óttinn um afdrif heimilanna, hvað þá að það örli á einhverri smá umhyggju eða ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim. Ofbeldinu verður að linna. Mörg heimili munu aldrei bíða þess bætur eða ná aftur fyrri styrk, vegna þessa stjórnlausa vaxtabrjálæðis sem á þeim hefur dunið. Ríkisstjórn sem ekki ver heimilin fyrir árásum sem þessum er vanhæf ríkisstjórn og við hljótum að spyrja hvert sé erindi ríkisstjórnar sem lætur þetta glæpsamlega ofbeldi líðast á sinni vakt og lítur á heimilin sem fóður fyrir bankanna. Mér er það algjörlega hulið og ráði hún ekki við verkefnið ber henni að fara frá áður en hún veldur enn meiri skaða en orðið er. Þingmenn allra flokka tóku þátt í umræðunni. Hana má finna í heild sinni á eftirfarandi vefslóð: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20220927T150026 Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Fésbókin minnir mann oft á liðna tíð og í vikunni minnti hún mig á „Sérstaka umræðu“ sem ég stóð fyrir á Alþingi, fyrir nákvæmlega tveimur árum, þann 27. september 2022. Yfirskrift umræðunnar var „Verðbólga, vextir og staða heimilanna“ og til svara var þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Ég ætla að leyfa mér að birta ræður okkar Bjarna Benediktssonar í ljósi þeirrar stöðu sem blasir við þjóðinni í dag. Mér finnst hægt að draga tvær ályktanir af þessum ræðum; annars vegar að ekkert hefur breyst því ég gæti flutt sömu ræðuna í dag og þá, og hins vegar að málflutningur ríkisstjórnarinnar hefur ekkert breyst. Enn virðast ráðherrar hennar lifa í þeirri sælu trú að allt sé í lukkunnar velstandi hjá heimilum landsins og engin þörf á aðgerðum eða þeir eru hreinlega að beita þjóðina blekkingum og gaslýsingum að yfirlögðu ráði. Lesið og dragið ykkar eigin ályktanir. Ég hvet ykkur sérstaklega til að lesa kaflann „Tveggja ára svar núverandi forsætisráðherra“ sem er ræðan sem Bjarni Benediktsson flutti við þetta tilefni, því í henni er ýmislegt að finna sem ekki stenst nánari skoðun. Tveggja ára gömul framsöguræða sem gæti verið flutt í dag „Verðbólga hefur að undanförnu mælst hærri en nokkru sinni á síðustu 13 árum og meginvextir Seðlabanka Íslands hafa hækkað um 633% frá því í maí á síðasta ári. Þetta hefur leitt til gríðarlegra hækkana á verðtryggðum skuldbindingum heimilanna sem og greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Ég tel því ástæðu til að eiga orðastað við ráðherra um viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi og aðgerðir til að verja heimilin. Verðbólga er slæm og það er hagur okkar allra að sigrast á henni en á sama tíma þarf að vera skýrt til hvers er barist og hverja er verið að verja fyrir verðbólgunni. Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðir gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins. Ég ætla hér ekki að ræða orsakir verðbólgunnar en það er vægast sagt ekki verið að ráðast að rótum hennar með grófum og gegndarlausum vaxtahækkunum sem gera lítið annað en að auka á byrðar fólksins í landinu, byrðum sem eru svo miklar að hæpið er að heimili í neðri hluta tekjustigans muni standa undir þeim. Þar má ekki gleyma leigjendum. Leigusamningar eru flestir vísitölutryggður og hækka því í takti við verðbólguna. Þannig er vaxtahækkunum einnig velt út í leiguverð enda hefur leiga hækkað um tugi þúsunda á skömmum tíma. Þeir sem eru með verðtryggð lán munu súpa seyðið af verðbólgunni um langa framtíð og það er þyngra en tárum taki að aðgerðir Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar skuli reka fólk í hrönnum til baka í þann eiturkokteil sem verðtryggð lán eru. Fólk í nauðvörn til að halda heimilum sínum er þannig neytt til að skuldbreyta yfir í verðtryggð lán til að lækka afborganir, en það er aðeins gálgafrestur. Þetta er ekki lausn heldur gildra og það er algerlega á ábyrgð stjórnvalda að etja fólki út í verðtryggð lán að óþörfu því eignaupptakan er gríðarleg. Verðtryggt lán upp á 40 milljónir til 25 ára sem tekið er í dag muni hækka um 870.000 kr. um næstu áramót. Höfuðstóllinn hækkar sem sagt um 290.000 kr. á mánuði. Í lok árs 2023 verður höfuðstóllinn kominn í 43,8 milljónir og hefur þá hækkað um 3,8 milljónir á rúmu ári. Þetta er hrein og klár eignaupptaka sem ég vil kalla opinbera glæpastarfsemi. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum, sem almennt eru hagstæðasta lánsformið, hafa hækkað gríðarlega þannig að margir hafa annaðhvort neyðst til að ganga á sparifé sitt eða skuldbreyta yfir í verðtryggt lán til að lækka afborganir lána til að kaupa sér tímabundið andrými dýrum dómum. Á meðan hagnast bankarnir og fitna eins og púkinn á fjósbitanum, enda er fjármunum heimila og fyrirtækja beint til þeirra í stríðum straumum með þeim víðtæku og gagnslitlu aðgerðum sem gripið hefur verið til. Á sama tíma má ekki minnast á að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og leyfa þjóðinni að njóta þess að án hans væri verðbólga á Íslandi með minnsta móti í Evrópu og staðan sem blasir við heimilunum allt önnur og miklu betri. Það er eitthvað verulega skakkt við þetta. Ég vil því spyrja ráðherra eftirfarandi spurninga. #1 Helstu aðgerðir gegn verðbólgunni virðast felast í vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands. Styður ríkisstjórnin þær aðgerðir og til hvaða aðgerða hefur ríkisstjórnin sjálf gripið til gegn verðbólgunni? Hvað hefur verið dregið mikið úr peningamagni í umferð frá því að ársverðbólga fór af stað í mars 2021 og hvernig? Og ef ekki, hvers vegna? #2 Telur ráðherra koma til greina að takmarka þann fjölda íbúða sem efnafólk og fjárfestar geta sankað að sér til að draga úr eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og kæla þannig markaðinn ásamt því að auka framboð íbúða fyrir fólk sem þarf húsnæði til eigin nota? Ef ekki, hvers vegna? #3 Hvernig getur það dregið úr verðbólgu af völdum hækkandi húsnæðiskostnaðar að auka þann kostnað enn meira með því að hækka vexti og kynda þannig undir enn meiri verðbólgu af völdum húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs? Samkvæmt útreikningum ASÍ og Íslandsbanka í júní síðastliðnum höfðu mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu hækkað um 82.000 kr. á einu ári. Af því voru 15.000 kr. vegna hækkunar á matvælum og eldsneyti á meðan mánaðarlegar vaxtagreiðslur af 40 millj. kr. óverðtryggðu láni höfðu hækkað um 67.000 kr. #4 Telur ráðherra réttlætanlegt að leggja slíkar byrðar á fjölskyldur landsins með aðgerðum gegn verðbólgu sem valda þeim næstum fimmfalt meiri skaða en verðbólgan sjálf? Tekið skal fram að vextir hafa hækkað um 1,75 prósentustig í viðbót síðan þá og mánaðarlegar vaxtagreiðslur því hækkað um 125.000 kr. á hverjum mánuði. #5 Hvað telur ráðherra mörg heimili sem myndu ráða við verðbólguna en ráða ekki við margfaldan kostnað ofan á hana sem ásættanlegan fórnarkostnað í baráttunni við verðbólguna? #6 Og fyrir hvern er þá barist ef heimilin falla eitt af öðru vegna aðgerða stjórnvalda? #7 Er ráðherra tilbúinn að liðka fyrir kjaraviðræðum haustsins með því t.d. að beita sér fyrir því að vaxtahækkanir undanfarinna mánaða verði dregnar til baka, afnema eða a.m.k. setja tímabundið þak á verðtryggingu lána eða leigu eða ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr peningamagni í umferð? #8 Ef ekkert af fyrrnefndu kemur til greina er ráðherra tilbúinn til að verja heimilin og lýsa því yfir að enginn muni missa heimili sín vegna afleiðinga verðbólgunnar eða viðbragða stjórnvalda við henni?“ Tveggja ára svar núverandi forsætisráðherra Hér á eftir fer ræða þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, ásamt mínum athugasemdum sem eru inndregnar. Ræðan er bútuð niður en að annars rétt og engu er sleppt. „Ég vil þakka fyrir tækifærið til að taka þessa umræðu hér í þingsal og verð að byrja á því að segja að það er kannski eðli málsins samkvæmt erfitt að fara nákvæmlega yfir svo margar spurningar í stuttri ræðu, en ég ætla að reyna að snerta á því sem mér finnst skipta mestu. Ég vil byrja á því að segja að í ágúst urðu þau kaflaskil að verðbólga tók að lækka á ný og greiningaraðilar virðast telja nú að hún muni halda áfram að lækka. Auðvitað er mjög mikil óvissa í sjálfu sér í spilunum. En þetta er að gerast hraðar en áður var talið og er mjög jákvætt. …“ Ég get tekið undir með ráðherranum að ég spurði margra spurninga enda var mér mikið niðri fyrir og er enn og hef aldrei fram til dagsins í dag fengið margtæk svör við þessum spurningum. Já verðbólgan hefur vissulega lækkað gríðarlega síðan þá eða um heil 42%. En spurningin sem skiptir máli er hvernig heimilin hafi fengið að njóta þessarar lækkunar? Svarið við því er, ekki á nokkurn einasta hátt. „…Ég tel að þetta sé skýr árangur af baráttu Seðlabankans og stjórnvalda við verðbólguna og með því hafa þessir aðilar verið að sýna ábyrgð og við erum að auka aðhald til að ná þessum árangri. Það er í mínum huga enginn vafi á því að hækkun stýrivaxta á þátt í að koma böndum á verðbólguna. Enginn vafi á því. …“ Á þessum tíma var Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska Seðlabankans, þegar búin að segja að samsetning „þessarar“ verðbólgu, væri þess eðlis að vaxtahækkanir hefðu engin áhrif á hana, hún myndi hreinlega ganga yfir og hjaðna af sjálfu sér. Þá þegar var einnig ljóst að vaxtahækkunum Seðlabankans væri velt út verðlagið eins og öðrum kostnaði fyrirtækja og væru því verðbólguhvetjandi, ásamt því að þær myndu hafa áhrif til að hægja á og minnka uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Allt þetta hefur sannast með enn skýrari hætti á þessum tveimur árum sem liðin eru. „…Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að það séu röng viðbrögð við verðbólgu að hækka vexti Seðlabankans. …“ Enda hafa fáir hafa tekið undir þann málflutning. Á Alþingi hefur bara Flokkur fólksins mótmælt þessum gríðarlegu vaxtahækkunum með beinum hætti og úti í samfélaginu hafa eingöngu Hagsmunasamtök heimilanna, ásamt örfáum einstaklingum, gagnrýnt þessa aðför gegn heimilunum. Enn hefur engin svarað spurningu minni hvernig það sé réttlætanlegt að leggja slíkar byrðar á fjölskyldur landsins með aðgerðum gegn verðbólgu sem valda þeim næstum fimmfalt meiri skaða en verðbólgan sjálf? Skaðinn var fimmfaldur þá, en hann er margfalt meiri núna. Í einfaldri mynd velur 6% verðbólga því að útgjöld upp á 100 þúsund á mánuði hækka um 6.000 krónur og að útgjöld upp á 400 þúsund á mánuði hækka um 30.000 krónur. Eins og sjá má í dæmum í grein minni og Ragnars Þórs Ingólfssonar frá 9. september síðastliðnum, hefur húsnæðiskostnaður þeirra aðila sem þar eru nefndir annars vegar hækkað um 150.000 á mánuði og hins vegar um 245.000 krónur á hverjum mánuði. Er ekki a.m.k. smá möguleiki á því að verið sé að fara fram með ófyrirgefanlegu offorsi og að það væri betra fyrir heimili og fyrirtæki að takast á við 6 – 12% verðbólgu en þessi ósköp? „…Mér finnst reyndar að það gæti stundum misskilnings um samspil stýrivaxta og verðbólgu. Hækkun stýrivaxta hækkar ekki verðtryggðar skuldir heimilanna eða húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Þvert á móti hefur tekist með þessum aðgerðum að ná auknu jafnvægi í hagkerfinu sem hefur hægt verulega á hækkun íbúðaverðs. Þetta er algjört grundvallaratriði. …“ Dæmigert að fleygja fram að um misskilning sé að ræða, en þessu þarf að svara í nokkrum liðum: Í fyrsta lagi: Ég átta mig ágætlega á samspili vaxta og verðbólgu og hvað þessu stýritæki Seðlabankans er ætlað að gera. Ég veit þess vegna líka að vaxtahækkanir virka illa og bara alls ekki þegar þær beinast einungis að um 30% landsmanna á meðan hins 70% eru stikkfrí og þannig var staðan. Ekki nema 30% heimila voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum á meðan 20% voru með fasta vexti og 50% með verðtryggð lán. Í öðru lagi: „Hækkun stýrivaxta hækkar ekki verðtryggðar skuldir heimilanna…“ Þetta er hugsanlega rétt fullyrðing sé algjörri rörsýn beitt og augunum lokað fyrir öllum afleiðingum vaxtahækkana. T.d. er það í sjálfu sér rétt að það að Seðlabankinn hækki stýrivexti valdi ekki hækkun verðtryggðum skuldum heimilanna, en þegar bankinn hækkar vextina á þeim lánum sem alltaf gerist í kjölfarið, þá hækkar að sjálfsögðu greiðslubyrði verðtryggðra lána heimilanna. Langflest þeirra eru jafngreiðslulán og þegar vaxtabyrði þeirra hækkar fer minna í afborgun af höfuðstól sem hækkar því hraðar en ella vegna áfallandi verðbóta. Það segir sig sjálft. Í þriðja lagi: „Hækkun stýrivaxta hækkar ekki … húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Þvert á móti hefur tekist með þessum aðgerðum að ná auknu jafnvægi í hagkerfinu sem hefur hægt verulega á hækkun íbúðaverðs.“ Sannleiksgildi þessarar staðhæfingar verður að skoða í ljósi þess að þegar ummælin féllu var vaxtaþáttur verðtryggðra húsnæðislána enn þá hluti af húsnæðislið vísitölunnar og reyndar aðal drifkraftur hækkunar hans. Ráðherrann fór því beinlínis með rangt mál! Það væri reyndar gaman að hitta þann einstakling, sem upplifir þetta „jafnvægi í hagkerfinu“. Í hverju felst þetta jafnvægi? Felst það í því að eiga fyrir skuldum sínum? Felst það í því að hafa fjárhagsáhyggjur og vera neyddur til að skuldbreyta yfir í verðtryggð lán í von um að geta bjargað fjölskyldunni frá heimilis missi? Felst jafnvægið í því að vinna myrkranna á milli og ná samt aldrei endum saman? Í hverju felst „jafnvægið í hagkerfinu“? Viðvarandi skortur á húsnæðismarkaði veldur því að húsnæðisliður vísitölunnar fer ört hækkandi og hefur bein áhrif á lán heimilanna. Af hverju er hann ekki tekinn út úr vísitölunni, til hagsbóta fyrir heimilin? Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp um það a.m.k. fjórum sinnum. „…Ég hef verið að rekja í tengslum við fjárlagafrumvarpið hvaðan við erum í raun og veru að koma. Við höfum þessar tölur um 60.000 kr. aukinn kaupmátt frá árinu 2016, kaupmáttur heimilanna aldrei verið meiri og kaupmáttur þeirra með lægri laun hefur aukist meira en hærra launaðra á þessu kjarasamningstímabili, hvort sem er í hlutfallstölu eða krónutölu. …“ Ef kaupmáttur hafði á þessum tíma aukist um 60.000 kr. en álögur á heimilin í formi hækkandi vaxtakostnaðar aukist um 100 – 300.000 kr. á mánuði, voru/eru heimilin þá í plús og vel sett? Var ráðherrann virkilega að halda því fram? „…Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar hefur staðan ekki verið betri, aldrei færri heimili átt erfitt með að ná endum saman en í lok síðasta árs. Sú umræða er alveg tilefni í lengri ræður hér en ég ætla bara að vísa til þess sem segir þar. …“ Aðdáun núverandi forsætisráðherra á meðaltölum hefur lengi verið augljós. Sem betur fer eru margir á Íslandi sem hafa það verulega gott en það á ekki að nota lífskjararannsókn Hagstofunnar til að afneita þeirri staðreynd, sem hefur blasað við lengi, að heimili með meðaltekjur eða minna, ráða ekki við auknar álögur upp á 100 – 300.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Meðaltalið hjá þeim sem hafa 400.000 kr. og 2 milljónir í laun á mánuði, er 1,2 milljónir, en hvernig hjálpar það þeim sem fær 400.000 krónur? „…Það aftur endurspeglast síðan í því að vanskil heimilanna hafa aldrei verið minni og þannig er nú það að vanskilin hafa meira að segja haldið áfram að minnka samhliða hækkandi vöxtum á þessu ári. Takið eftir þessu: Vanskil heimilanna hafa haldið áfram að minnka samhliða hækkandi vöxtum. …“ Þetta er í besta falli þægileg blekking sem hefur verið endurtekin allt of oft. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að komast í vanskil við bankanna, því þegar fólk skuldbreytir yfir í verðtryggt lán þá fer það ekki í vanskil. En af hverju hefur fólk verið að skipta yfir í verðtryggð lán? Er það ekki vegna þess að það réð ekki við stöðugt hækkandi afborganir? Einnig var fólki boðið upp á hærri yfirdrætti og/eða að nýta sér hækkandi fasteignamat (veðrými/eiginfjárstöðu) til að skuldsetja sig meira, til að standa undir afborgunum. Þetta blasti við og faldi alvarlega greiðsluerfiðleika fólks en núna eru vanskil farin að aukast. Núna eru margir búnir að tæma öll „úrræði“ bankanna og standast jafnvel ekki greiðslumat fyrir verðtryggðum lánum, sé vilji til að skuldbreyta. „…Ég vil nefna hérna fjölgun valkosta á lánamarkaði. Ég tel að heimilin séu vegna þess í betri stöðu til að verja sig gagnvart vaxtaáhættu og maður verður aðeins að spyrja sig, einmitt við þær aðstæður sem núna ríkja þar sem vextir hafa hækkað, að það eru gjarnan þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar eða banni verðtryggingar sem vekja athygli á því hversu mikið greiðslubyrðin hækkar á óverðtryggðu lánunum við þær aðstæður sem nú hafa skapast. Er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja sig hvort verðtryggð lánaúrræði geti ekki einmitt komið þessum viðkvæmustu hópum í skjól við þessar aðstæður? …“ Hvaða „fjölgun valkosta á lánamarkaði“ er ráðherrann að tala um? Verðtryggt eða óverðtryggt, á föstum eða breytilegum vöxtum, jöfnum greiðslum eða afborgunum hafa verið í boði svo árum skiptir og ekkert bæst við. Um hvað er ráðherrann að tala? Nei, það er ekki ástæða til að sjá verðtryggð lánaúrræði sem skjól fyrir viðkvæmustu hópana. Í fyrsta lagi er ekki hægt að réttlæta og í raun glæpsamlegt, að búa til þær aðstæður að fólk neyðist til að skipta yfir í verðtryggð lán og í öðru lagi eru þau ekki skjól heldur gildra sem hæpið er að fólk losni nokkurn tímann úr. „…Greiðslubyrðin sem var rakin hér í upphafsræðunni er minni á verðtryggðu láni. Væri þá ekki hægt að draga fram kosti verðtryggðu lánanna við þær aðstæður sem nú hafa skapast? Við sjáum það a.m.k. á markaðnum að fólk er að flytja sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán. …“ Greiðslubyrði á verðtryggðu láni er lægst í upphafi en hækkar svo hratt og sífellt hraðar eftir því sem líður á lánstímann. Fyrsta greiðsla á 50 milljón króna verðtryggðu láni til 25 ára sem tekið er í dag (27. sept 2024) er 307.000 kr. sem samsvarar vaxtagreiðslum upp á 7,4% Eftir tvö ár verður hún orðin 333.000 kr. og höfuðstóllinn mun hafa hækkað um 2,7 milljónir. Meðallíftími verðtryggðra lána er um 8 ár, því þá ræður fólk ekki lengur við þessa „léttu greiðslubyrði“ og endurfjármagnar. Eftir 8 ár er „lán dagsins“ komið með greiðslubyrði upp á 427.000 sem samsvarar vaxtagreiðslum upp á 10,25% af 50 milljón króna óverðtryggðu láni. Eftir átta ár má gera ráð fyrir því að vextir hafi lækkað verulega og að fólk sem heldur út að greiða af óverðtryggðu láni upp á 50 milljón króna láninu sínu í dag, án þess að skipta yfir í verðtryggt verði að auki búið að lækka höfuðstól sinn, jafnvel um einhverjar milljónir. Ef vextir verða 6% að átta árum liðnum þá yrðu vaxtagreiðslur af 50 milljón króna láni 250.000 kr. á mánuði og ekki nema 167.000 kr. verði vextir 4%. Á sama tíma mun sá sem nú „flýr í skjól verðtryggingar“ samkvæmt ráðleggingum fjármálaráðherra/forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, jafnvel vera að endurfjármagna lán sem gæti hafa hækkað um 9,7 milljónir á 8 árum. Vaxtabyrði af því yrði mun hærri en af upphaflega láninu og ef tekjur látakandans hafa ekki aukist þeim mun meira stenst hann ekki greiðslumat fyrir því og er þá fastur í verðtryggða láninu. Þessi lán eru gildra! „…Þetta segi ég þrátt fyrir að hafa flutt hér á þinginu frumvörp um að þrengja að þessum lengstu Íslandslánum, þ.e. löngu 40 ára jafngreiðslulánunum, sem ég tel að hafi ákveðna ókosti sem hafa birst í umræðunni um verðtrygginguna. …“ Já 40 ára verðtryggð lán eru enn þá verri en til 25 eða 30 ára. Eftir stendur þó að verðtryggingin er skaðvaldur sem þarf að útrýma úr íslensku hagkerfi. „…Með þessum orðum vil ég bara undirstrika það að ekki hefur þótt tilefni hér á þinginu að hefta frelsi fólks meira en orðið er að taka verðtryggð lán og við skulum bara hafa það alveg á hreinu að það er Seðlabankinn, ekki ríkisstjórnin, sem tekur ákvarðanir um stýrivextina. … Það er hreinlega ekki á færi neytenda að meta verðtryggð lán, kosti þeirra og galla. Það er hægt að hitta vel í þau, ef þú ert einstaklega heppinn, en að tala um frelsi í þeim efnum, er svipað og að læknir myndi í nafni frelsis leyfa sjúklingi að taka lyf, sem hann vissi að væri slæmt fyrir sjúklinginn og myndi jafnvel draga hann til dauða á nokkrum árum, þó það myndi hressa hann aðeins við fyrst um sinn. Allar tölur sem ég nota koma úr reiknivél Landsbankans. Þegar þessi umræða fór fram fyrir tveimur árum leit dæmi um 40 milljón króna verðtryggt lán allt öðruvísi út en í dag. Þá bættust 870.000 kr. við lánið frá og með 27. september, fram að áramótum, og höfuðstóllinn hækkaði um 3,8 á rúmu ári. Núna hins vegar hefur jafn hátt lán „bara“ hækkað um 276.000 kr. um áramótin og 877.000 um þar næstu áramót. Í hverju felst þessi munur? Jú, þá var verðbólgan 9,3% en núna er hún tæp 6% og þá voru vextir lánsins 2,1% en núna eru þeir 4% hjá Landsbankanum (og enn hærri hjá hinum bönkunum). Þó að í lægri verðbólgu falli minni verðbætur á lánin þá er bara skellt á þau hærri vöxtum í staðinn, líkt og til að passa upp á að þau verði áfram jafn íþyngjandi, sem fer þvert gegn öllum kenningum um meinta "kosti" verðtryggðra lána." Hvernig á venjulegt fólk að geta séð svona vitleysu fyrir og geta tekið upplýsta ákvörðun um þá kosti sem í boði eru? Auk þess sem núna er fólk hreinlega neytt í þetta lánafyrirkomulag sem er hrein og bein nauðung og á ekkert skylt við frelsi heldur er sannkallað hrakval. Það hefur engin kjörið Seðlabankastjóra eða fólkið í peningastefnunefnd. Það situr í umboði ríkisstjórnar Íslands. Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að stuðla að verðstöðugleika. Það er ekki skylda hans að tryggja fjármagnseigendum jákvæða raunvexti. Hann hefur hins vegar snúið þessu við, verðstöðugleiki er enginn en fjármagnseigendur eru að fá jákvæða raunvexti enda hefur ítrekað mátt skilja á máli Seðlabankastjóra að samúð hans liggi hjá þeim. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hugmynd um þetta og líta þannig á Seðlabankinn hafi alræðisvald yfir afkomu bæði heimila og fyrirtækja. Hún hefur þannig algjörlega brugðist heimilum landsins með undirlægjuhætti sínum gagnvart honum. „…Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa snúist um að styðja við aðhaldssama stefnu í peningamálum, m.a. með því að ráðast í aðhaldsaðgerðir og lækka útgjöld. Við höfum kynnt um 30 milljarða aðgerðir í því samhengi og því til viðbótar höfum við verið að verja viðkvæm heimili sérstaklega með miklum hækkunum bóta almannatrygginga, hækkun húsnæðisbóta og sérstökum barnabótaauka en almannatryggingabætur hækka nú um 9% frá einu ári til þess næsta. Útgjöld til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka meira milli ára en í nokkrum öðrum málaflokki þannig að við höfum verið að horfa til viðkvæmu hópanna sem hv. þingmaður horfir sérstaklega til. En að því sögðu þá munum við samt sem áður að sjálfsögðu fylgjast áfram mjög grannt með þessari þróun og bregðast áfram við eftir því sem tilefni er til. …“ Þetta er einfaldlega glæpsamlegt ofbeldi sem verið er beita heimili landsins. Það væri alveg eins hægt að beina að þeim byssu og segja „peningana eða lífið“. Ríkisstjórnin hefur stutt þetta ofbeldi með því að standa aðgerðarlaus hjá á meðan Seðlabankinn afhentir bönkunum stórvirk vopn til að ræna heimilin. Hvernig stuðlar það að fjármálastöðugleika að hrekja fólk í vanskil? Vaxtahækkanir kosta heimilin sjöfalt meira en verðbólgan sjálf Það sem stóð upp úr eftir þessa umræðu fyrir tveimur árum er að heimilin eru leiksoppar afla sem virða hagsmuni þeirra einskis og Seðlabankinn einblínir bara á hlutverk sitt sem er að verjast verðbólgunni án tillits til afleiðinga þeirra aðgerða fyrir þau sem hann segist vera að verja. Ég er ekkert viss um það að þegar lög voru sett um sjálfstæði Seðlabankans hafi það sem við sjáum nú verið hugmyndin og myndi a.m.k. vilja sjá einhverja umræðu, svo ég tali nú ekki um andstöðu, um þær öfgakenndu aðgerðir sem hann hefur gripið til. En svo er ekki og heimilin blæða en bankarnir græða. Og hver mun bera pólitíska ábyrgð á því? Ég hef líkt óhóflegum vaxtahækkunum Seðlabankans við það að taka handlegginn af við öxl til að lækna puttabrot sem myndi gróa ef það fengi tíma til þess. En Seðlabankinn og peningastefnunefnd eru svo óháð að hvergi er hægt að ræða þessar aðgerðir og krefja þessa embættismenn svara. En ábyrgðin á aðgerðum þessara ókjörnu embættismanna hlýtur að falla á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (og nú Bjarna Benediktssonar). Það er staðreynd að ört hækkandi húsnæðiskostnaður, sem er bein afleiðing vaxtahækkana sem á okkur hafa dunið, kostar heimilin um sjöfalt meira en verðbólgan sjálf. Svo er okkur sagt að þetta sé okkur til góðs eins og foreldri sem flengir barnið sitt af því að það þolir meiri barsmíðar og segist gera það af ást. Heimilin þurfa að fá að anda og lifa í gegnum þetta, líka þau sem eru í neðri tekjutíundum. Fjölskyldur verða að geta haldið heimilum sínum án þess að þurfa að endurfjármagna og sitja uppi með mun óhagstæðari verðtryggð lán um langa framtíð ef sú aðgerð dugar til. Svo er það fólkið sem er á leigumarkaði sem hefur þegar tekið á sig þunga skelli. Ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að standa á hliðarlínunni og leyfa þessu að gerast. Hún verður að fá Seðlabankann til að horfa á aðgerðir sínar í víðara samhengi og þessir aðilar verða að vinna saman. Annars er hætt við að eftirmælin verði: Aðgerðin tókst vel en sjúklingurinn dó. Óafsakanlegar blekkingar og gaslýsingar Kaflinn hér á undan er orðrétt seinni ræða mín í þessari umræðu fyrir tveimur árum, með smá breytingum í upphafsorðum. Ég gæti eins flutt báðar þessar ræður í dag og hef margoft endurtekið efni þeirra í bæði ræðu og riti. Það er verulega alvarlegt, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að málflutningur ráðherra ríkisstjórnarinnar skuli enn vera með þeim hætti sem hér kemur fram. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þau hafa beitt bæði blekkingum og gaslýsingum til að verja vondan málstað, og gera það enn. Ég vil kalla aðförina að heimilum landsins glæpsamlega og á meðan verið er að reka stóran hluta þjóðarinnar í þessa gildru stendur ríkisstjórnin aðgerðarlaus hjá. Hún þykist ekkert geta gert til að stöðva stjórnlausan Seðlabanka því hann á að vera „sjálfstæður í störfum sínum“. Hræðslan við að „móðga“ Seðlabankann er meiri en óttinn um afdrif heimilanna, hvað þá að það örli á einhverri smá umhyggju eða ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim. Ofbeldinu verður að linna. Mörg heimili munu aldrei bíða þess bætur eða ná aftur fyrri styrk, vegna þessa stjórnlausa vaxtabrjálæðis sem á þeim hefur dunið. Ríkisstjórn sem ekki ver heimilin fyrir árásum sem þessum er vanhæf ríkisstjórn og við hljótum að spyrja hvert sé erindi ríkisstjórnar sem lætur þetta glæpsamlega ofbeldi líðast á sinni vakt og lítur á heimilin sem fóður fyrir bankanna. Mér er það algjörlega hulið og ráði hún ekki við verkefnið ber henni að fara frá áður en hún veldur enn meiri skaða en orðið er. Þingmenn allra flokka tóku þátt í umræðunni. Hana má finna í heild sinni á eftirfarandi vefslóð: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20220927T150026 Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Ég get tekið undir með ráðherranum að ég spurði margra spurninga enda var mér mikið niðri fyrir og er enn og hef aldrei fram til dagsins í dag fengið margtæk svör við þessum spurningum. Já verðbólgan hefur vissulega lækkað gríðarlega síðan þá eða um heil 42%. En spurningin sem skiptir máli er hvernig heimilin hafi fengið að njóta þessarar lækkunar? Svarið við því er, ekki á nokkurn einasta hátt.
Á þessum tíma var Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska Seðlabankans, þegar búin að segja að samsetning „þessarar“ verðbólgu, væri þess eðlis að vaxtahækkanir hefðu engin áhrif á hana, hún myndi hreinlega ganga yfir og hjaðna af sjálfu sér. Þá þegar var einnig ljóst að vaxtahækkunum Seðlabankans væri velt út verðlagið eins og öðrum kostnaði fyrirtækja og væru því verðbólguhvetjandi, ásamt því að þær myndu hafa áhrif til að hægja á og minnka uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Allt þetta hefur sannast með enn skýrari hætti á þessum tveimur árum sem liðin eru.
Enda hafa fáir hafa tekið undir þann málflutning. Á Alþingi hefur bara Flokkur fólksins mótmælt þessum gríðarlegu vaxtahækkunum með beinum hætti og úti í samfélaginu hafa eingöngu Hagsmunasamtök heimilanna, ásamt örfáum einstaklingum, gagnrýnt þessa aðför gegn heimilunum. Enn hefur engin svarað spurningu minni hvernig það sé réttlætanlegt að leggja slíkar byrðar á fjölskyldur landsins með aðgerðum gegn verðbólgu sem valda þeim næstum fimmfalt meiri skaða en verðbólgan sjálf? Skaðinn var fimmfaldur þá, en hann er margfalt meiri núna. Í einfaldri mynd velur 6% verðbólga því að útgjöld upp á 100 þúsund á mánuði hækka um 6.000 krónur og að útgjöld upp á 400 þúsund á mánuði hækka um 30.000 krónur. Eins og sjá má í dæmum í grein minni og Ragnars Þórs Ingólfssonar frá 9. september síðastliðnum, hefur húsnæðiskostnaður þeirra aðila sem þar eru nefndir annars vegar hækkað um 150.000 á mánuði og hins vegar um 245.000 krónur á hverjum mánuði. Er ekki a.m.k. smá möguleiki á því að verið sé að fara fram með ófyrirgefanlegu offorsi og að það væri betra fyrir heimili og fyrirtæki að takast á við 6 – 12% verðbólgu en þessi ósköp?
Dæmigert að fleygja fram að um misskilning sé að ræða, en þessu þarf að svara í nokkrum liðum: Í fyrsta lagi: Ég átta mig ágætlega á samspili vaxta og verðbólgu og hvað þessu stýritæki Seðlabankans er ætlað að gera. Ég veit þess vegna líka að vaxtahækkanir virka illa og bara alls ekki þegar þær beinast einungis að um 30% landsmanna á meðan hins 70% eru stikkfrí og þannig var staðan. Ekki nema 30% heimila voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum á meðan 20% voru með fasta vexti og 50% með verðtryggð lán. Í öðru lagi: „Hækkun stýrivaxta hækkar ekki verðtryggðar skuldir heimilanna…“ Þetta er hugsanlega rétt fullyrðing sé algjörri rörsýn beitt og augunum lokað fyrir öllum afleiðingum vaxtahækkana. T.d. er það í sjálfu sér rétt að það að Seðlabankinn hækki stýrivexti valdi ekki hækkun verðtryggðum skuldum heimilanna, en þegar bankinn hækkar vextina á þeim lánum sem alltaf gerist í kjölfarið, þá hækkar að sjálfsögðu greiðslubyrði verðtryggðra lána heimilanna. Langflest þeirra eru jafngreiðslulán og þegar vaxtabyrði þeirra hækkar fer minna í afborgun af höfuðstól sem hækkar því hraðar en ella vegna áfallandi verðbóta. Það segir sig sjálft. Í þriðja lagi: „Hækkun stýrivaxta hækkar ekki … húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Þvert á móti hefur tekist með þessum aðgerðum að ná auknu jafnvægi í hagkerfinu sem hefur hægt verulega á hækkun íbúðaverðs.“ Sannleiksgildi þessarar staðhæfingar verður að skoða í ljósi þess að þegar ummælin féllu var vaxtaþáttur verðtryggðra húsnæðislána enn þá hluti af húsnæðislið vísitölunnar og reyndar aðal drifkraftur hækkunar hans. Ráðherrann fór því beinlínis með rangt mál! Það væri reyndar gaman að hitta þann einstakling, sem upplifir þetta „jafnvægi í hagkerfinu“. Í hverju felst þetta jafnvægi? Felst það í því að eiga fyrir skuldum sínum? Felst það í því að hafa fjárhagsáhyggjur og vera neyddur til að skuldbreyta yfir í verðtryggð lán í von um að geta bjargað fjölskyldunni frá heimilis missi? Felst jafnvægið í því að vinna myrkranna á milli og ná samt aldrei endum saman? Í hverju felst „jafnvægið í hagkerfinu“? Viðvarandi skortur á húsnæðismarkaði veldur því að húsnæðisliður vísitölunnar fer ört hækkandi og hefur bein áhrif á lán heimilanna. Af hverju er hann ekki tekinn út úr vísitölunni, til hagsbóta fyrir heimilin? Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp um það a.m.k. fjórum sinnum.
Ef kaupmáttur hafði á þessum tíma aukist um 60.000 kr. en álögur á heimilin í formi hækkandi vaxtakostnaðar aukist um 100 – 300.000 kr. á mánuði, voru/eru heimilin þá í plús og vel sett? Var ráðherrann virkilega að halda því fram?
Aðdáun núverandi forsætisráðherra á meðaltölum hefur lengi verið augljós. Sem betur fer eru margir á Íslandi sem hafa það verulega gott en það á ekki að nota lífskjararannsókn Hagstofunnar til að afneita þeirri staðreynd, sem hefur blasað við lengi, að heimili með meðaltekjur eða minna, ráða ekki við auknar álögur upp á 100 – 300.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Meðaltalið hjá þeim sem hafa 400.000 kr. og 2 milljónir í laun á mánuði, er 1,2 milljónir, en hvernig hjálpar það þeim sem fær 400.000 krónur?
Þetta er í besta falli þægileg blekking sem hefur verið endurtekin allt of oft. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að komast í vanskil við bankanna, því þegar fólk skuldbreytir yfir í verðtryggt lán þá fer það ekki í vanskil. En af hverju hefur fólk verið að skipta yfir í verðtryggð lán? Er það ekki vegna þess að það réð ekki við stöðugt hækkandi afborganir? Einnig var fólki boðið upp á hærri yfirdrætti og/eða að nýta sér hækkandi fasteignamat (veðrými/eiginfjárstöðu) til að skuldsetja sig meira, til að standa undir afborgunum. Þetta blasti við og faldi alvarlega greiðsluerfiðleika fólks en núna eru vanskil farin að aukast. Núna eru margir búnir að tæma öll „úrræði“ bankanna og standast jafnvel ekki greiðslumat fyrir verðtryggðum lánum, sé vilji til að skuldbreyta.
Hvaða „fjölgun valkosta á lánamarkaði“ er ráðherrann að tala um? Verðtryggt eða óverðtryggt, á föstum eða breytilegum vöxtum, jöfnum greiðslum eða afborgunum hafa verið í boði svo árum skiptir og ekkert bæst við. Um hvað er ráðherrann að tala? Nei, það er ekki ástæða til að sjá verðtryggð lánaúrræði sem skjól fyrir viðkvæmustu hópana. Í fyrsta lagi er ekki hægt að réttlæta og í raun glæpsamlegt, að búa til þær aðstæður að fólk neyðist til að skipta yfir í verðtryggð lán og í öðru lagi eru þau ekki skjól heldur gildra sem hæpið er að fólk losni nokkurn tímann úr.
Greiðslubyrði á verðtryggðu láni er lægst í upphafi en hækkar svo hratt og sífellt hraðar eftir því sem líður á lánstímann. Fyrsta greiðsla á 50 milljón króna verðtryggðu láni til 25 ára sem tekið er í dag (27. sept 2024) er 307.000 kr. sem samsvarar vaxtagreiðslum upp á 7,4% Eftir tvö ár verður hún orðin 333.000 kr. og höfuðstóllinn mun hafa hækkað um 2,7 milljónir. Meðallíftími verðtryggðra lána er um 8 ár, því þá ræður fólk ekki lengur við þessa „léttu greiðslubyrði“ og endurfjármagnar. Eftir 8 ár er „lán dagsins“ komið með greiðslubyrði upp á 427.000 sem samsvarar vaxtagreiðslum upp á 10,25% af 50 milljón króna óverðtryggðu láni. Eftir átta ár má gera ráð fyrir því að vextir hafi lækkað verulega og að fólk sem heldur út að greiða af óverðtryggðu láni upp á 50 milljón króna láninu sínu í dag, án þess að skipta yfir í verðtryggt verði að auki búið að lækka höfuðstól sinn, jafnvel um einhverjar milljónir. Ef vextir verða 6% að átta árum liðnum þá yrðu vaxtagreiðslur af 50 milljón króna láni 250.000 kr. á mánuði og ekki nema 167.000 kr. verði vextir 4%. Á sama tíma mun sá sem nú „flýr í skjól verðtryggingar“ samkvæmt ráðleggingum fjármálaráðherra/forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, jafnvel vera að endurfjármagna lán sem gæti hafa hækkað um 9,7 milljónir á 8 árum. Vaxtabyrði af því yrði mun hærri en af upphaflega láninu og ef tekjur látakandans hafa ekki aukist þeim mun meira stenst hann ekki greiðslumat fyrir því og er þá fastur í verðtryggða láninu. Þessi lán eru gildra!
Já 40 ára verðtryggð lán eru enn þá verri en til 25 eða 30 ára. Eftir stendur þó að verðtryggingin er skaðvaldur sem þarf að útrýma úr íslensku hagkerfi.
Það er hreinlega ekki á færi neytenda að meta verðtryggð lán, kosti þeirra og galla. Það er hægt að hitta vel í þau, ef þú ert einstaklega heppinn, en að tala um frelsi í þeim efnum, er svipað og að læknir myndi í nafni frelsis leyfa sjúklingi að taka lyf, sem hann vissi að væri slæmt fyrir sjúklinginn og myndi jafnvel draga hann til dauða á nokkrum árum, þó það myndi hressa hann aðeins við fyrst um sinn. Allar tölur sem ég nota koma úr reiknivél Landsbankans. Þegar þessi umræða fór fram fyrir tveimur árum leit dæmi um 40 milljón króna verðtryggt lán allt öðruvísi út en í dag. Þá bættust 870.000 kr. við lánið frá og með 27. september, fram að áramótum, og höfuðstóllinn hækkaði um 3,8 á rúmu ári. Núna hins vegar hefur jafn hátt lán „bara“ hækkað um 276.000 kr. um áramótin og 877.000 um þar næstu áramót. Í hverju felst þessi munur? Jú, þá var verðbólgan 9,3% en núna er hún tæp 6% og þá voru vextir lánsins 2,1% en núna eru þeir 4% hjá Landsbankanum (og enn hærri hjá hinum bönkunum). Þó að í lægri verðbólgu falli minni verðbætur á lánin þá er bara skellt á þau hærri vöxtum í staðinn, líkt og til að passa upp á að þau verði áfram jafn íþyngjandi, sem fer þvert gegn öllum kenningum um meinta "kosti" verðtryggðra lána." Hvernig á venjulegt fólk að geta séð svona vitleysu fyrir og geta tekið upplýsta ákvörðun um þá kosti sem í boði eru? Auk þess sem núna er fólk hreinlega neytt í þetta lánafyrirkomulag sem er hrein og bein nauðung og á ekkert skylt við frelsi heldur er sannkallað hrakval. Það hefur engin kjörið Seðlabankastjóra eða fólkið í peningastefnunefnd. Það situr í umboði ríkisstjórnar Íslands. Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að stuðla að verðstöðugleika. Það er ekki skylda hans að tryggja fjármagnseigendum jákvæða raunvexti. Hann hefur hins vegar snúið þessu við, verðstöðugleiki er enginn en fjármagnseigendur eru að fá jákvæða raunvexti enda hefur ítrekað mátt skilja á máli Seðlabankastjóra að samúð hans liggi hjá þeim. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hugmynd um þetta og líta þannig á Seðlabankinn hafi alræðisvald yfir afkomu bæði heimila og fyrirtækja. Hún hefur þannig algjörlega brugðist heimilum landsins með undirlægjuhætti sínum gagnvart honum.
Þetta er einfaldlega glæpsamlegt ofbeldi sem verið er beita heimili landsins. Það væri alveg eins hægt að beina að þeim byssu og segja „peningana eða lífið“. Ríkisstjórnin hefur stutt þetta ofbeldi með því að standa aðgerðarlaus hjá á meðan Seðlabankinn afhentir bönkunum stórvirk vopn til að ræna heimilin. Hvernig stuðlar það að fjármálastöðugleika að hrekja fólk í vanskil?
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun