Enginn „heimsendir“ verði Keflavík ekki Íslandsmeistari Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 13:47 Keflavík hefur yfir að skipa virkilega góðum og breiðum leikmannahópi Vísir/Hulda Margrét Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari. Lið Keflavíkur býr yfir einni mestu breiddinni í leikmannahópi sínum af þeim liðum sem spila í Bónus deildinni á komandi tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds, þeir Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson, beðnir um að leggja mat sitt á Keflavíkurliðið. „Þetta er alvöru. Mjög flott. Ekkert vesen þótt einhver meiðist og sitji út einhvern leik. Þetta er alvöru hersveit og mjög flott lið. Kandídat. Klárlega,“ sagði Teitur og Sævar bætti svo við: „Ég er alltaf spenntur. Svo er ég alltaf stressaður og smá skeptískur fyrir þessu öllu saman,“ segir Sævar. Klippa: Körfuboltakvöld: „Alvöru hersveit og mjög flott lið“ Keflavík teflir fram nýjum Kana fyrir komandi tímabil en Wendell Green Jr. er genginn til liðs við félagið og þarf að taka á honum stóra sínum til að fylla upp í það skarð sem Remy Martin, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík á síðasta tímabili, skilur eftir sig. Sævar telur ekki að Wendell sé betri leikmaður en Martin. Remy Martins nýtur ekki lengur við í KeflavíkVísir/Hulda Margrét „Nei ekki betri. Ég held að sé engin að fara halda því fram að hann sé betri. Hann gæti hins vegar hentað liðinu aðeins betur. Hann er meiri liðsmaður, með frábært skot. Þó hann sé ekki með sama sprengikraft og Remy þá á hann alveg greiða leið að körfunni. Ég held að Remy Martin hafi geta verið alveg ágætis varnarmaður hefði hann bara nennt því. Hann zone-aði svolítið út í vörn. Ég held að Green hljóti að vera betri varnarmaður. Martin var með þennan X-factor. Þegar að það voru fimmtán sekúndur eftir og þú þurftir körfu. Þá réttirðu Martin boltann. Það vita allir í íþróttahúsinu hver er að fara taka lokaskotið en samt gat enginn stoppað hann. Þegar æðarnar og hálsinn fer að þrengjast. Þá er rosalega gott að vera með mann sem tekur á skarið og er tilbúinn að taka þetta skot.“ Teiti finnst gaman að horfa á muninn á þessum Bandaríkjamönnum. „Ég er ekkert klár á því að þetta sé verri leikmaður en Remy Martin. En Martin var með þessa nærveru. Það var ekki kominn nóvember og allir í landinu voru orðnir skíthræddir við að mæta honum. Af því að hann var svo mikill töffari þegar að hann mætti inn á völlinn. Hann bara drap leiki.“ Nú verða þeir bara að verða Íslandsmeistarar. Er það ekki bara pressan sem þeir eru að setja á sjálfa sig? „Jú. Þeir eru ekkert að hörfa undan því,“ svaraði Teitur. „Keflavík vill verða Íslandsmeistari. Það er langt síðan að Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í karlaflokki. Núna eru þeir með mjög gott lið. Í fyrra voru þeir líka með mjög gott lið og voru að stefna á titilinn. Urðu bikarmeistarar það tímabilið. Þeim langar hins vegar í þann stóra. Maður sér það á öllu í Keflavík. Markmiðið er að verða Íslandsmeistari. Sævar bætti við að þrátt fyrir að liðið hafi verið vel samsett hvað leikmenn varðar á síðasta tímabili þá hafi þjálfarinn Pétur Ingvarsson komið seint inn. Það er ekki lengur vandamál. „Það var smá bras að finna þjálfara og menn voru ekki alveg vissir, fólkið í kringum félagið, með val á þjálfara. Ég held að Pétur hafi hins vegar skrúfað fljótt fyrir efasemdaraddirnar og að núna sé komin meiri tiltrú hjá bæði leikmönnum og fólkinu í kringum félagið á Pétri. Hann er skemmtilegur maður. Það er gaman að vera í kringum hann. Það smitast út í liðið. Auðvitað vilja allir í Keflavík að Keflavík verði Íslandsmeistarar. Búast við því. Ætlast til þess. En það verður enginn heimsendir þó svo að það gerist ekki. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild. Þarf margt að gerast. Sjáum bara eins og á síðasta tímabili. Bara það að Remy Martin meiðist gerir það að verkum að þú ert alltaf með þetta „hvað ef?“ Keflavík heimsækir Álftanes í fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta deildin rásinni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Lið Keflavíkur býr yfir einni mestu breiddinni í leikmannahópi sínum af þeim liðum sem spila í Bónus deildinni á komandi tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds, þeir Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson, beðnir um að leggja mat sitt á Keflavíkurliðið. „Þetta er alvöru. Mjög flott. Ekkert vesen þótt einhver meiðist og sitji út einhvern leik. Þetta er alvöru hersveit og mjög flott lið. Kandídat. Klárlega,“ sagði Teitur og Sævar bætti svo við: „Ég er alltaf spenntur. Svo er ég alltaf stressaður og smá skeptískur fyrir þessu öllu saman,“ segir Sævar. Klippa: Körfuboltakvöld: „Alvöru hersveit og mjög flott lið“ Keflavík teflir fram nýjum Kana fyrir komandi tímabil en Wendell Green Jr. er genginn til liðs við félagið og þarf að taka á honum stóra sínum til að fylla upp í það skarð sem Remy Martin, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík á síðasta tímabili, skilur eftir sig. Sævar telur ekki að Wendell sé betri leikmaður en Martin. Remy Martins nýtur ekki lengur við í KeflavíkVísir/Hulda Margrét „Nei ekki betri. Ég held að sé engin að fara halda því fram að hann sé betri. Hann gæti hins vegar hentað liðinu aðeins betur. Hann er meiri liðsmaður, með frábært skot. Þó hann sé ekki með sama sprengikraft og Remy þá á hann alveg greiða leið að körfunni. Ég held að Remy Martin hafi geta verið alveg ágætis varnarmaður hefði hann bara nennt því. Hann zone-aði svolítið út í vörn. Ég held að Green hljóti að vera betri varnarmaður. Martin var með þennan X-factor. Þegar að það voru fimmtán sekúndur eftir og þú þurftir körfu. Þá réttirðu Martin boltann. Það vita allir í íþróttahúsinu hver er að fara taka lokaskotið en samt gat enginn stoppað hann. Þegar æðarnar og hálsinn fer að þrengjast. Þá er rosalega gott að vera með mann sem tekur á skarið og er tilbúinn að taka þetta skot.“ Teiti finnst gaman að horfa á muninn á þessum Bandaríkjamönnum. „Ég er ekkert klár á því að þetta sé verri leikmaður en Remy Martin. En Martin var með þessa nærveru. Það var ekki kominn nóvember og allir í landinu voru orðnir skíthræddir við að mæta honum. Af því að hann var svo mikill töffari þegar að hann mætti inn á völlinn. Hann bara drap leiki.“ Nú verða þeir bara að verða Íslandsmeistarar. Er það ekki bara pressan sem þeir eru að setja á sjálfa sig? „Jú. Þeir eru ekkert að hörfa undan því,“ svaraði Teitur. „Keflavík vill verða Íslandsmeistari. Það er langt síðan að Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í karlaflokki. Núna eru þeir með mjög gott lið. Í fyrra voru þeir líka með mjög gott lið og voru að stefna á titilinn. Urðu bikarmeistarar það tímabilið. Þeim langar hins vegar í þann stóra. Maður sér það á öllu í Keflavík. Markmiðið er að verða Íslandsmeistari. Sævar bætti við að þrátt fyrir að liðið hafi verið vel samsett hvað leikmenn varðar á síðasta tímabili þá hafi þjálfarinn Pétur Ingvarsson komið seint inn. Það er ekki lengur vandamál. „Það var smá bras að finna þjálfara og menn voru ekki alveg vissir, fólkið í kringum félagið, með val á þjálfara. Ég held að Pétur hafi hins vegar skrúfað fljótt fyrir efasemdaraddirnar og að núna sé komin meiri tiltrú hjá bæði leikmönnum og fólkinu í kringum félagið á Pétri. Hann er skemmtilegur maður. Það er gaman að vera í kringum hann. Það smitast út í liðið. Auðvitað vilja allir í Keflavík að Keflavík verði Íslandsmeistarar. Búast við því. Ætlast til þess. En það verður enginn heimsendir þó svo að það gerist ekki. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild. Þarf margt að gerast. Sjáum bara eins og á síðasta tímabili. Bara það að Remy Martin meiðist gerir það að verkum að þú ert alltaf með þetta „hvað ef?“ Keflavík heimsækir Álftanes í fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta deildin rásinni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira