Hlustum til að skilja Ingrid Kuhlman skrifar 30. september 2024 07:30 Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun