„Viðbjóðsleg“ frammistaða sem lætur stjóra missa starfið Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:02 Það var þungt yfir Erik ten Hag eftir tapið gegn Tottenham í dag. Getty/Carl Recine Erik ten Hag virðist kominn á endastöð með Manchester United og aðeins tímaspursmál hvenær félagið lætur hann fara, eftir frammistöðu liðsins í 3-0 tapinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira