Upphafið að endinum hjá Ten Hag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:02 Er Ten Hag kominn á endastöð? EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag. Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira