Erlent

Neyddist til að af­lífa 125 krókódíla í út­rýmingar­hættu

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. GEtty/Sutthiwat Srikhrueadam

Krókódíla ræktandi í Taílandi sem gengur undir nafninu „Crocodile X“ segist hafa neyðst til að aflífa 125 krókódíla af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu. Hætta var á að dýrin myndu sleppa af afgirtu svæði þar sem þau voru geymd og greip því eigandinn til þessa örþrifaráðs.

Fréttastofa CNN greinir frá. Krókódílarnir sem eru mjög sjaldgæfir voru allir geymdir á afgirtu svæði á svokölluðu krókódílabýli. Þegar að fellibylurinn Yagi gekk yfir urðu skemmdir á vegg sem gerði krókódílunum kleift að sleppa af svæðinu. 

Natthapak Khumkad, 37 ára eigandi krókódílanna, leitaði þá leiða til að koma þeim fyrir á nýjum stað eða finna nýtt heimili fyrir krókódílanna en allt kom fyrir ekki. Enginn staður var nægilega öruggur til að geyma alla krókódílanna sem eru sumir allt að fjórir metrar að lengd.

Khumkad neyddist því til að aflífa krókódílanna svo þeir myndu ekki valda usla á svæðinu í kringum bændabýlið. 

„Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs míns. Við fjölskyldan ræddum það að ef veggirnir myndu hrynja yrði skaðinn gífurlega mikill gagnvart fólki hérna í kring. Það myndi stofna lífi fólks í hættu,“ sagði hann í samtali við CNN. Myndir af krókódílunum sem liggja í valnum má sjá í frétt CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×