Við getum ekki beðið í 131 ár Jódís Skúladóttir skrifar 27. september 2024 14:02 Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun