Valdatafl Skák og Mát! Lárus Guðmundsson skrifar 27. september 2024 11:00 Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun