Skoðun

Við stöndum saman með réttindum tákn­málsins!

Mordekaí Elí Esrason skrifar

„Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál.

Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana.

Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni.

Kæru öll,

Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda.

Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta.

Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL.

Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar.

Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina!

Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning!

Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum.

Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér.

Ég óska sjálfum mér alls hins besta.

Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál!

Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×