Við stöndum saman með réttindum táknmálsins! Mordekaí Elí Esrason skrifar 27. september 2024 08:33 „Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar