Er rúmdýnan þín hægt og rólega að murka úr þér líftóruna? Gunnar Dan Wiium skrifar 26. september 2024 17:02 Ég áttaði mig engan vegin á því sem væri að, fyrr en ég svo gerði það og það var ekki um seinan því ég var ekki orðin veikur, þó svo að ég veit með vissu að ég hefði orðið það með tímanum ef ekki ég hefði gripið til aðgerða. Málið er að árið 2014 fjárfesti ég í svona dýnu eins og „fullorðins“ fólk myndi kaupa sér, alveg rándýr og leit ég á það sem merki um gæði, rándýra heilsudýnan. En allan tíman sem ég átti hana skildi ég aldrei af hverju ég svæfi oftast betra annars staðar en heima hjá mér, ég bara skildi það ekki. Ég skildi aldrei af hverju ég væri svona illa hvíldur, stirður og með þessa óþægilegu tilfinningu húðsviða og hita eftir nóttina á rándýru heilsudýnunni minni. Til að gera langa sögu stutta sem eflaust hefur verið sögð hundrað sinnum áður, þá fór svo að vitrun átti sér stað og ég henti “morðdýnunni” og keypti mér heilnæma dýnu sem unnin var úr 100% náttúrulegum efnum og viti menn, allt lagaðist kviss bamm yfir nótt. Ég lagðist í hana og hún tók á móti mér á hátt sem ég hafði aldrei fundið áður. Ég vaknaði opin og liðugur, engar bólgur sem sérstaklega höfðu komið fram í mjóbaki og útlimum í mínu tilfelli. Svo hafa nokkur ár liðið og ennþá er ég eins og nýr maður miðað við hvar ég var þegar ég baðaði mig í eitruðum rokgjörnum efnum 8 tíma á sólarhring, en nýlega átti ég samtal við hjón sem standa mér nærri. Maðurinn sagðist vakna allar nætur í svita svo að bolir og nærföt límdust við hann og bæði vöknuðu þau ílla hvíld, bólgin og þrútin, þar að auki var konan orðin illa haldin af útbrotum og exemi sem læknar virtust enga skýringu hafa á. Eftir að ég tönglaðist í þeim um mikilvægi náttúrulegra svefnvara létu þau til leiðast og þrem dögum seinna hringdu þau svo í mig. Kallinn sem í mörg ár hafði ekki upplifað þurra nótt var allt í einu farin að sofa samfellt alla nóttina og það skráfaþurr. Útbrot, sviði, exem og bólgur hurfu eins og dögg fyrir sól og eftir sátu þau alveg gáttuð á þessu, trúðu þessu varla, að þetta væri það eina, bara að dýnan og koddinn hefði verið að eitra fyrir þeim allar nætur. Eftir þetta samtal við hjónin fann ég fyrir sterkri þörf að rýna í þetta aftur og benda á skaðsemi vissra efna sem í óregluvæddu umhverfi leika líðin grátt og eru orðin stór orsök slæmrar líðheilsu. Í því samhengi rakst ég á grein sem skrifuð hafði verið af hjúkrunarfræðingi nokkrum sem gaf mér góðfúslegt leyfi til að vinna úr að einhverju leyti hvað varðar tæknileg atriði. Svo hér kemur partý-púberinn og það skal sagt að ef þú lesandi góður sem málið varðar vilt ekki eyðileggja gott heilsuspillandi partý þá ráðlegg ég þér að stöðva lesturinn hér og gera bara eitthvað allt annað. Byrjum á memory foam sem er í dýnum og koddum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er mjög vinsælt efni í svefniðnaðinum þar sem þetta efni býr yfir þrýstijöfnunar eiginleikum og er þetta hráefni kynnt sem heilsu þetta og heilsu hitt. Segjum sem svo að við ætlum að framleiða memory foam, svona eins og mr White og Jessy Pinkman í húsbílnum myndu framleiða meth, hvað myndum við þurfa til verksins? Fyrst og fremst þurfum við Isocyanates sem er fjölskylda af mjög hvarf eða rokgjörnum sameindum með lágan mólmassa. Þau eru mjög mikið notuð þegar verið er að búa til sveigjanlega og stífa froðu eða foam, þræði, málningu, lakk auk þess að eru mikið notuð í bíla og byggingariðnaði. Samkvæmt vinnu eftirlitsstofnunum um allan heim geta isocyanates valdið ertingu í augum, nefi, hálsi og á húð. Það getur einnig leitt til þyngsla í bjósti og leitt til astma. Dýnu framleiðendum ber almennt ekki skylda að gefa upp hvaða efni þeir nota í samsetningu dýnunnar og það getur verið mjög erfitt að fá þær upplýsingum hjá fyrirtækjum/framleiðendum þar sem gegnsæi framleiðslunar getur verið hálf þokukennd. En við rannsóknir á ýmsum dýnum hafa fundist upp í allt að 61 mismunandi efni í mismunandi dýnum og mörg þeirra mjög heilsuskaðleg. Þessi efni eru gríðarlega eldfim og því til að standast eldvarnarstaðla er eldvarnarefnum (chemical flame retardants) bætt í uppskriftina en mörg slík efni hafa verið tengd við myndun ýmis konar krabbameina auk þess að orsaka frjósemisvandamál og þroskaskerðingu í heila hjá fóstrum. Það skal tekið fram að mismunandi eldvarnarefni eru notuð eftir mismunandi framleiðendum en skoðum aðeins dæmi um slík efni sem eru notuð í dýnur í dag. Boric acid er mjög góð eldvörn. Oft notað til að drepa skordýr. Þetta er líka sett í fóðrið í dýnunni til að varna gegn veggjalúsum (bed bugs) og bakteríum. Bráða áhrif af boric sýru geta framkallað blöðrur á húð, krampa og jafnvel meðvitundarleysi. Langtímaáhrif af Boric sýru hafa verið tengd við vandamál í taugakerfi, röskun í þroska og svo getur innöndun á efninu valdið skemmdum í öndunarvegi. Decabromodiphenyl Oxide er illa frásogað inn í líkamanum og kemst því ekki auðveldlega í gegnum frumuveggi. Bæði bráða og langvarandi eitrunaráhrif af þessu efni eru aðallega á lifur og skjaldkirtil ásamt að sterkar líkur benda til þess að það sé mjög krabbameinsvaldandi. Návist við efnið veldur hármissi og sýnt hefur verið fram á neikvæð áhrif á taugakerfið. Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á kanínum, músum og rottum og voru niðurstöður sláandi. Niðurstöður sýndu að snerting við efnið olli ertingu í húð og augum, stökkbreytingu í DNA, stór aukini tíðni æxla, þá aðallega í lifur, endocrine æxli og æxli í skjaldkirtli. Rannsóknir leiddu einnig í ljós skaðleg áhrif á frjósemi, lát fósturvísa eftir að þeir voru settir upp, aukin frávik í þroska fóstra, sérstaklega í ónæmiskerfi og lækkuð fæðingarþyngd, skerðingu á gæðum móðurmjólk og sæðis. Að lokum ætlum við aðeins að skoða tvö efni sem eru í þekkt í „heilsudýnunum“. Þessi efni eru ekki eldvörn en þjóna öðrum tilgangi. Eitt helsta eitraða rokgjarna efnið sem kemur frá dýnum sem innihalda minnis-svamp er formaldahyde sem er þekktur krabbameinsvaldur. Formaldehyde er notað sem lím eða binding sem heldur dýnunni saman. Efnið hefur verið tengt við astma, aukna tíðni ofnæmis, aukna tíðni lungnakrabbameins sem og krabbameins í hálsi og nefi. Getur einnig valdið ofþreytu, húðútbrotum og alvarlegu bráðaofnæmi. Svo er það Naphthalene sem er rokgjarnt efni sem er búið til úr annað hvort kolatjöru eða jarðolíu sem búið er að eima og er að stórum hluta nýtt sem skordýrafæla. Fólk sem andar af sér naphthalene útgufun fær höfuðverki, ógleði, uppköst, svima og ef það fær nógu stóran skammt af efninu getur það fengið blóðlýsublóðleysi. Þegar Naphthalene gufur komast inn í líkamann er efnið brotið niður í önnur efni sem hafa áhrif á frumur líkamans og valda vefja, lifrar og nýrnaskaða. Þessi upptalning er aðeins lítið brot af þeim efnum sem leynast í svefnherberginu hjá mörgum okkar og það sem vekur furðu mína er að hér á landi og sennilega víðar virðist ekki vera neitt regluverk sérstaklega varðandi notkun efna í svefnvöru. Það virðist vera sama löggjöf fyrir svefnvörur og húsgögn almennt þó svo að við liggjum í svefnvörum margfalt lengur og í mun nánari snertingu við eitrið. Þar að auki hef ég það á tilfinningunni að svefnfræðingar sem þykja mjög móðins í dag sneiða fimlega framhjá allri umræðu um svefnvöru, þó svo að mig gruni að sé þær séu stærsti áhrifavaldurinn hvað varðar góð svefngæði. Ég vill svona í lokin hvetja þau ykkar sem kusu að eyðileggja partíið að skoða hvað er í gangi. Hvernig eru svefngæðin ykkar? Á hverju liggið þið á nóttunni berskjölduð undir hlýrri sæng? Eruð þið úthvíld að morgni og tilbúin í daginn? Ef svörin eru ekki ásættanleg hvet ég ykkur til að gera það sama og ég og fleiri hafa gert, losið ykkur við eiturefnin sem seitla inn í líkama ykkar þegar þið eruð sem vanmáttugust og sýnið ábyrgð hvað varðar heilnæm tengsl líkamans og náttúrulegra svefnvöru. Ef þið hinsvegar eruð ekki að tengja við nein af ofangreindum einkennum hvet ég ykkur samt sem áður til að íhuga hvort og hvenar kerfið ykkar gefur sig undan þessu látlausa álagi og áreiti sem eitrið er að bjóða ykkur upp á. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég áttaði mig engan vegin á því sem væri að, fyrr en ég svo gerði það og það var ekki um seinan því ég var ekki orðin veikur, þó svo að ég veit með vissu að ég hefði orðið það með tímanum ef ekki ég hefði gripið til aðgerða. Málið er að árið 2014 fjárfesti ég í svona dýnu eins og „fullorðins“ fólk myndi kaupa sér, alveg rándýr og leit ég á það sem merki um gæði, rándýra heilsudýnan. En allan tíman sem ég átti hana skildi ég aldrei af hverju ég svæfi oftast betra annars staðar en heima hjá mér, ég bara skildi það ekki. Ég skildi aldrei af hverju ég væri svona illa hvíldur, stirður og með þessa óþægilegu tilfinningu húðsviða og hita eftir nóttina á rándýru heilsudýnunni minni. Til að gera langa sögu stutta sem eflaust hefur verið sögð hundrað sinnum áður, þá fór svo að vitrun átti sér stað og ég henti “morðdýnunni” og keypti mér heilnæma dýnu sem unnin var úr 100% náttúrulegum efnum og viti menn, allt lagaðist kviss bamm yfir nótt. Ég lagðist í hana og hún tók á móti mér á hátt sem ég hafði aldrei fundið áður. Ég vaknaði opin og liðugur, engar bólgur sem sérstaklega höfðu komið fram í mjóbaki og útlimum í mínu tilfelli. Svo hafa nokkur ár liðið og ennþá er ég eins og nýr maður miðað við hvar ég var þegar ég baðaði mig í eitruðum rokgjörnum efnum 8 tíma á sólarhring, en nýlega átti ég samtal við hjón sem standa mér nærri. Maðurinn sagðist vakna allar nætur í svita svo að bolir og nærföt límdust við hann og bæði vöknuðu þau ílla hvíld, bólgin og þrútin, þar að auki var konan orðin illa haldin af útbrotum og exemi sem læknar virtust enga skýringu hafa á. Eftir að ég tönglaðist í þeim um mikilvægi náttúrulegra svefnvara létu þau til leiðast og þrem dögum seinna hringdu þau svo í mig. Kallinn sem í mörg ár hafði ekki upplifað þurra nótt var allt í einu farin að sofa samfellt alla nóttina og það skráfaþurr. Útbrot, sviði, exem og bólgur hurfu eins og dögg fyrir sól og eftir sátu þau alveg gáttuð á þessu, trúðu þessu varla, að þetta væri það eina, bara að dýnan og koddinn hefði verið að eitra fyrir þeim allar nætur. Eftir þetta samtal við hjónin fann ég fyrir sterkri þörf að rýna í þetta aftur og benda á skaðsemi vissra efna sem í óregluvæddu umhverfi leika líðin grátt og eru orðin stór orsök slæmrar líðheilsu. Í því samhengi rakst ég á grein sem skrifuð hafði verið af hjúkrunarfræðingi nokkrum sem gaf mér góðfúslegt leyfi til að vinna úr að einhverju leyti hvað varðar tæknileg atriði. Svo hér kemur partý-púberinn og það skal sagt að ef þú lesandi góður sem málið varðar vilt ekki eyðileggja gott heilsuspillandi partý þá ráðlegg ég þér að stöðva lesturinn hér og gera bara eitthvað allt annað. Byrjum á memory foam sem er í dýnum og koddum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er mjög vinsælt efni í svefniðnaðinum þar sem þetta efni býr yfir þrýstijöfnunar eiginleikum og er þetta hráefni kynnt sem heilsu þetta og heilsu hitt. Segjum sem svo að við ætlum að framleiða memory foam, svona eins og mr White og Jessy Pinkman í húsbílnum myndu framleiða meth, hvað myndum við þurfa til verksins? Fyrst og fremst þurfum við Isocyanates sem er fjölskylda af mjög hvarf eða rokgjörnum sameindum með lágan mólmassa. Þau eru mjög mikið notuð þegar verið er að búa til sveigjanlega og stífa froðu eða foam, þræði, málningu, lakk auk þess að eru mikið notuð í bíla og byggingariðnaði. Samkvæmt vinnu eftirlitsstofnunum um allan heim geta isocyanates valdið ertingu í augum, nefi, hálsi og á húð. Það getur einnig leitt til þyngsla í bjósti og leitt til astma. Dýnu framleiðendum ber almennt ekki skylda að gefa upp hvaða efni þeir nota í samsetningu dýnunnar og það getur verið mjög erfitt að fá þær upplýsingum hjá fyrirtækjum/framleiðendum þar sem gegnsæi framleiðslunar getur verið hálf þokukennd. En við rannsóknir á ýmsum dýnum hafa fundist upp í allt að 61 mismunandi efni í mismunandi dýnum og mörg þeirra mjög heilsuskaðleg. Þessi efni eru gríðarlega eldfim og því til að standast eldvarnarstaðla er eldvarnarefnum (chemical flame retardants) bætt í uppskriftina en mörg slík efni hafa verið tengd við myndun ýmis konar krabbameina auk þess að orsaka frjósemisvandamál og þroskaskerðingu í heila hjá fóstrum. Það skal tekið fram að mismunandi eldvarnarefni eru notuð eftir mismunandi framleiðendum en skoðum aðeins dæmi um slík efni sem eru notuð í dýnur í dag. Boric acid er mjög góð eldvörn. Oft notað til að drepa skordýr. Þetta er líka sett í fóðrið í dýnunni til að varna gegn veggjalúsum (bed bugs) og bakteríum. Bráða áhrif af boric sýru geta framkallað blöðrur á húð, krampa og jafnvel meðvitundarleysi. Langtímaáhrif af Boric sýru hafa verið tengd við vandamál í taugakerfi, röskun í þroska og svo getur innöndun á efninu valdið skemmdum í öndunarvegi. Decabromodiphenyl Oxide er illa frásogað inn í líkamanum og kemst því ekki auðveldlega í gegnum frumuveggi. Bæði bráða og langvarandi eitrunaráhrif af þessu efni eru aðallega á lifur og skjaldkirtil ásamt að sterkar líkur benda til þess að það sé mjög krabbameinsvaldandi. Návist við efnið veldur hármissi og sýnt hefur verið fram á neikvæð áhrif á taugakerfið. Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á kanínum, músum og rottum og voru niðurstöður sláandi. Niðurstöður sýndu að snerting við efnið olli ertingu í húð og augum, stökkbreytingu í DNA, stór aukini tíðni æxla, þá aðallega í lifur, endocrine æxli og æxli í skjaldkirtli. Rannsóknir leiddu einnig í ljós skaðleg áhrif á frjósemi, lát fósturvísa eftir að þeir voru settir upp, aukin frávik í þroska fóstra, sérstaklega í ónæmiskerfi og lækkuð fæðingarþyngd, skerðingu á gæðum móðurmjólk og sæðis. Að lokum ætlum við aðeins að skoða tvö efni sem eru í þekkt í „heilsudýnunum“. Þessi efni eru ekki eldvörn en þjóna öðrum tilgangi. Eitt helsta eitraða rokgjarna efnið sem kemur frá dýnum sem innihalda minnis-svamp er formaldahyde sem er þekktur krabbameinsvaldur. Formaldehyde er notað sem lím eða binding sem heldur dýnunni saman. Efnið hefur verið tengt við astma, aukna tíðni ofnæmis, aukna tíðni lungnakrabbameins sem og krabbameins í hálsi og nefi. Getur einnig valdið ofþreytu, húðútbrotum og alvarlegu bráðaofnæmi. Svo er það Naphthalene sem er rokgjarnt efni sem er búið til úr annað hvort kolatjöru eða jarðolíu sem búið er að eima og er að stórum hluta nýtt sem skordýrafæla. Fólk sem andar af sér naphthalene útgufun fær höfuðverki, ógleði, uppköst, svima og ef það fær nógu stóran skammt af efninu getur það fengið blóðlýsublóðleysi. Þegar Naphthalene gufur komast inn í líkamann er efnið brotið niður í önnur efni sem hafa áhrif á frumur líkamans og valda vefja, lifrar og nýrnaskaða. Þessi upptalning er aðeins lítið brot af þeim efnum sem leynast í svefnherberginu hjá mörgum okkar og það sem vekur furðu mína er að hér á landi og sennilega víðar virðist ekki vera neitt regluverk sérstaklega varðandi notkun efna í svefnvöru. Það virðist vera sama löggjöf fyrir svefnvörur og húsgögn almennt þó svo að við liggjum í svefnvörum margfalt lengur og í mun nánari snertingu við eitrið. Þar að auki hef ég það á tilfinningunni að svefnfræðingar sem þykja mjög móðins í dag sneiða fimlega framhjá allri umræðu um svefnvöru, þó svo að mig gruni að sé þær séu stærsti áhrifavaldurinn hvað varðar góð svefngæði. Ég vill svona í lokin hvetja þau ykkar sem kusu að eyðileggja partíið að skoða hvað er í gangi. Hvernig eru svefngæðin ykkar? Á hverju liggið þið á nóttunni berskjölduð undir hlýrri sæng? Eruð þið úthvíld að morgni og tilbúin í daginn? Ef svörin eru ekki ásættanleg hvet ég ykkur til að gera það sama og ég og fleiri hafa gert, losið ykkur við eiturefnin sem seitla inn í líkama ykkar þegar þið eruð sem vanmáttugust og sýnið ábyrgð hvað varðar heilnæm tengsl líkamans og náttúrulegra svefnvöru. Ef þið hinsvegar eruð ekki að tengja við nein af ofangreindum einkennum hvet ég ykkur samt sem áður til að íhuga hvort og hvenar kerfið ykkar gefur sig undan þessu látlausa álagi og áreiti sem eitrið er að bjóða ykkur upp á. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar