Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar 1. febrúar 2025 14:30 Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar