Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Orkustofununar á Akur­eyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Gestur Pétursson tekur við starfi forstjóra nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar innan tíðar.
Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Gestur Pétursson tekur við starfi forstjóra nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar innan tíðar.

Ársfundur Orkustofnunar fer fram í Hofi á Akureyri og hefst klukkan 14 í dag. Fundinum er streymt á Vísi.

Yfirskrift fundarins er Orka til framtíðar: Atvinnulíf, sókn og ábyrg þróun. Fundurinn fjallar um áskoranir og tækifæri á sviði orkumála og hvernig Ísland getur nýtt auðlindir sínar á ábyrgan hátt með hag almennings og atvinnulífs að leiðarljósi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flytur ávarp. Sérfræðingar Orkustofnunar kynna nýjustu gögn og greiningar á sviði orkumála. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, stýrir pallborðsumræðum um nýsköpunartækifæri í orkumálum.

Marit Brömmer, formaður Alþjóða jarðhitasambandsins, fjallar um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í orkumálum og sjálfbærni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×