Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 06:40 Blaðamenn safnast saman við byggingu sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í einu af úthverfum Beirút. AP/Hassan Ammar Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira