Fyrrum lögmaður Trump vill í enska boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 07:03 Tacopina var verjandi Trump í málaferlum vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga. Trump var fundinn sekur í maí í fyrra. Andrew Kelly-Pool/Getty Images Joe Tacopina, fyrrum lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana, hyggst kaupa enskt knattspyrnulið og líkja eftir árangri Wrexham. Kaup hans hafa ekki enn verið heimiluð vegna brota hans í ítalska fótboltanum. Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur. Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur.
Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti