Innlent

Bein út­sending: Hnatt­rænar á­skoranir Norður­landa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Diljá Mist formaður utanríkismálanefndar Alþingis er meðal þátttakenda í fundinum.
Diljá Mist formaður utanríkismálanefndar Alþingis er meðal þátttakenda í fundinum. Vísir/Vilhelm

Pallborð um hnattrænar áskoranir og öryggis- og varnarsamstarf með þátttöku formanna utanríkisnefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Fjallað verður um hnattrænar áskoranir, m.a. stríðið í Úkraínu, áhrif aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og varnar- og öryggissamstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á viðburðinum Hnattrænar áskoranir frá sjónarhóli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Viðburðurinn er á vegum Varðbergs samtaka um vestræna samvinnu og öryggismál og Háskólans í Reykjavík. Viðburðinum verður streymt á netinu og einnig birtur síðar textaður á YouTube og samfélagsmiðlum.

Þátttakendur:

  • Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis;
  • Aron Emilsson, formaður utanríkismálanefndar sænska þingsins;
  • Irma Kalniņa, varaformaður utanríkismálanefndar lettneska þingsins;
  • Ine Eriksen Søreide, formaður utanríkis- og varnarmálanefndar norska þingsins;
  • Kimmo Kiljunen, formaður utanríkismálanefndar finnska þingsins;
  • Marko Mihkelson, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins;
  • Michael Aastrup Jensen, formaður utanríkismálanefndar danska þingsins;
  • Emanuelis Zingeris, formaður utanríkismálanefndar litháíska þingsins.

Opnunarorð: Davíð Stefánsson formaður Varðbergs.

Stjórn pallborðsumræðu: Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Viðburðurinn fer fram á ensku og er opinn öllum þeim er skrá þátttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×