BBC gefur í skyn að draumur Freys gæti ræst Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gerði frábæra hluti með Kortrijk í Belgíu á síðustu leiktíð. Liðið er þó áfram í fallbaráttu á þessari leiktíð. Getty/Filip Lanszweert Freyr Alexandersson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri velska félagsins Cardiff, sem leikur í næstefstu deild Englands. Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales. Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales.
Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira