Erlent

Fimm­tán á sjúkra­hús eftir lestar­slys í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð klukkan 7:30 að staðartíma í morgun.
Slysið varð klukkan 7:30 að staðartíma í morgun. Getty

Fimmtán manns hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að lest rakst á kerru sem dráttarbíll var með í eftirdragi skammt frá bænum Köping í Svíþjóð í morgun. Um 170 manns voru um borð í lestinni.

Sænskir fjölmiðlar segja hina slösuðu hafa verið flutta á sjúkrahús í Västerås og Örebro, en enginn er sagður vera lífshættulega slasaður.

Fram kemur að slysið hafi orðið um klukkan 7:30 að staðartíma.

Talsmaður sjúkraliðs á vettvangi segir í samtali við SVT að hinir slösuðu séu flestir með áverka á hálsi og örmum.

Talið er að slysið komi til með að hafa áhrif á lestarsamgöngur á svæðinu í um sólarhring. Köping er um 140 kílómetra vestur af höfuðborginni Stokkhólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×