Clark slegin í augað í frumraun Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:32 Caitlin Clark var bersýnilega þjáð eftir að hafa fengið högg í augað. Getty/M. Anthony Nesmith Eftir að hafa verið valin nýliði ársins í WNBA-deildinni í körfubolta, með fullt hús stiga, varð Caitlin Clark að sætta sig við stórt tap með Indiana Fever í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69. Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69.
Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03