Clark slegin í augað í frumraun Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:32 Caitlin Clark var bersýnilega þjáð eftir að hafa fengið högg í augað. Getty/M. Anthony Nesmith Eftir að hafa verið valin nýliði ársins í WNBA-deildinni í körfubolta, með fullt hús stiga, varð Caitlin Clark að sætta sig við stórt tap með Indiana Fever í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69. Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69.
Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03