Lögreglumenn í veikindaleyfi vegna þungra mála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 20:56 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Arnar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn farna að nýta sér sálfræðiúrræði í auknum mæli en að verkefni undafarinna mánuða hvíli þungt á mörgum. „Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“ Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira