Fótbolti

Bayern búið að skora tuttugu mörk í síðustu þremur leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Bayern München hafa verið í miklum ham í upphafi tímabils.
Leikmenn Bayern München hafa verið í miklum ham í upphafi tímabils. getty/Stuart Franklin

Óhætt er að segja að Bayern München fari vel af stað undir stjórn Vincents Kompany. Bayern sótti Werder Bremen heim í þýsku úrvalsdeildinni í dag og vann 0-5 sigur.

Bayern hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og skorað samtals tuttugu mörk í síðustu þremur leikjum. Um síðustu helgi vann Bayern Holsten Kiel, 1-6, og rústaði svo Dinamo Zagreb, 9-2, í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Michael Olise, sem kom til Bayern frá Crystal Palace í sumar, skoraði tvö mörk gegn Bremen í dag og hefur skorað í síðustu þremur leikjum Bæjara.

Jamal Musiala, Harry Kane og Serge Gnabry voru einnig á skotskónum. Kane hefur skorað tíu mörk í sex leikjum á tímabilinu.

Bayern er með tólf stig á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og markatöluna 16-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×