Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 23:01 Mark Robinson var frambjóðandi Trump í forvali repúblikana í Norður-Karólínu. Hann líkti Robinson meðal annars við Martin Luther King. Vísir/EPA Ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu lýsti sjálfum sér sem „svörtum nasista“ og sagðist vilja endurvekja þrælahald á klámspjallsíðu. Hann segist ætla að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir uppljóstrarnirnar um ummælin. Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira