Vinnuslys töluvert tíðari á Íslandi en í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 20:00 Algengara er að slys verði við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Ekki hafa fleiri látist í vinnuslysum við mannvirkjagerð á Íslandi í sex ár. Vinnuslys eru sögð umtalsvert tíðari við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári. Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári.
Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11