Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 09:45 Myndbönd af stærðarinnar sprengingum í vopnageymslunni hafa verið í dreifingum á samfélagsmiðlum í Rússlandi í nótt og í morgun. Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum. Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er. Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024 Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir. Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt. Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight. The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024 Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni. The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024 Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum. Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er. Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024 Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir. Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt. Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight. The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024 Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni. The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024 Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55