Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar 18. september 2024 07:31 Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun