Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 21:11 Harry Kane skoraði fernu fyrir Bæjara. Þrjú mörk komu af vítapunktinum. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira