Innlent

Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Síðast sást til Illes klukkan 3 sl. nótt.
Síðast sást til Illes klukkan 3 sl. nótt. lögregla

Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 

Þetta staðfestir Rannveig Brynja Sverrisdóttir aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu en lýst er eftir Illes á Facebook-síðu lögreglunnar. 

Rannveig Brynja segir leitina fara fram í Vík og næsta nágrenni. 

„Það er fullt af manskap á leiðinni, sporhundar, drónar. Bætist jafnt og þétt í hópinn.“

Hún segir málið að öðru leyti á algjöru rannsóknarstigi. „Við erum bara að safna að okkur gögnum og undirbúa leitina.“

Lagt sé áherslu á leitina núna meðal annars vegna leiðindaveðurs á svæðinu. „Rigning og rok,“ segir Rannveig Brynja. 


Tengdar fréttir

Leita manns við Vík í Mýrdal

Björgunarsveitir eru að hefja leit að manni við Vík í Mýrdal. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×