Innlent

Ráð­herrar VG fóru fram á að brott­vísun Yazans yrði frestað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ráðherrar VG fóru fram á að mál Yazans yrði rætt í ríkisstjórn áður en hann yrði fluttur úr landi.
Ráðherrar VG fóru fram á að mál Yazans yrði rætt í ríkisstjórn áður en hann yrði fluttur úr landi. Vísir

Ráðherrar Vinstri grænna fóru fram á að mál Yazans Tamimi yrði rætt í ríkisstjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipað í kjölfarið að brottvísun hans frá landinu yrði frestað. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að Guðrún hafi látið stöðva brottflutning Yazans eftir að ósk baðst um að málið yrði rætt í ríkisstjórn áður en Yazam og fjölskylda hans væru flutt úr landi. 

Fjölskyldan var komin upp á Keflavíkurflugvöll þegar fyrirskipunin barst en beiðni um brottflutning hafði legið fyrir í nokkurn tíma. 

Yazan er samkvæmt heimildum fréttastofu kominn á Barnaspítala Hringsins. Hann hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. 


Tengdar fréttir

Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann

Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins.

„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“

„Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×